Hljómsveit Jónatans Ólafssonar (1947-66)

Fjölmargar hljómsveitir störfuðu undir stjórn píanóleikarans og lagahöfundarins Jónatans Ólafssonar en heimildum ber ekki saman um starfstíma hljómsveita hans, þannig er hann ýmist hafa starfrækt hljómsveitir frá árinu 1947 eða 1950 og allt til 1959 eða 1966. Jafnframt er talað um hljómsveit í hans nafni sem starfaði á Hótel Birninum í Hafnarfirði á árunum 1941-45…

Hljómsveit Andrésar Ingólfssonar (1954-64)

Saxófónleikarinn Andrés Ingólfsson starfrækti hljómsveitir í þrígang á sjötta og sjöunda áratug liðinnar aldar og segja má að síðasta sveitin hafi skipað sér meðal vinsælustu hljómsveita landsins, hún gaf þó aldrei út plötu. Hljómsveit Andrésar Ingólfssonar hin fyrsta starfaði um eins árs skeið 1954 til 55 en engar upplýsingar er að finna um skipan þeirrar…

Savanna tríó (1961-67 / 1990)

Savanna tríóið var í fararbroddi íslenskra þjóðlagatríóa sem nutu vinsælda á sjöunda áratugnum og fram á þann áttunda. Tríóið sótti fyrirmynd sína til hins bandaríska Kingston tríós en fór brátt eigin leiðir í tónlistarsköpun sinni. Savanna tríóið fékk nafn sitt í upphafi árs 1962 en hafði þá í raun verið starfandi í nokkra mánuði, upphaflega…

Diskó sextett (1960-61)

Diskó sextett var ein þeirra hljómsveita sem töldust til unglingarokksveita þess tíma er hún starfaði um eins og hálfs árs skeið um 1960. Meðlimir sveitarinnar voru Guðjón Margeirsson bassaleikari, Björn G. Björnsson trommuleikari, Carl Möller píanóleikari (hugsanlega lék hann á gítar í þessari sveit) og Kjartan Norðfjörð víbrafónleikari sem allir höfðu verið í hljómsveitinni Fimm…

Fimm í fullu fjöri (1958-60)

Fimm í fullu fjöri hefur oft verið nefnd fyrsta íslenska rokksveitin og um leið fyrsta íslenska unglingasveitin. Líklega er þarna nokkuð fast að orði kveðið en sveitin var allavega fyrsta sveitin af því tagi sem náði almennri hylli. Sveitin var skipuð nokkrum ungum hljóðfæraleikurum sem jafnvel þóttu nokkuð villtir og mun sveitin jafnvel stundum hafa…

Tónik [1] (1961)

Hljómsveitin Tónik (Tónik kvintett) var stofnuð af Elfari Berg píanóleikara (Lúdó sextett o.fl.) í ársbyrjun 1961. Aðrir meðlimir voru Björn Björnsson trommuleikari, Guðjón Margeirsson bassaleikari, Gunnar Sigurðsson gítarleikari, Jón Möller básúnuleikari og Englendingurinn Cole Porter söngvari. Fyrst um sinn lék sveitin í Vetrargarðinum og síðar víðar en hún var ýmist nefnd Tónik eða Tónik kvintett…