Dínamít (1975-76)

Dínamít var ein þeirra hljómsveita á áttunda áratug síðustu aldar sem stöldruðu stutt við ásamt því sem tíðar mannabreytingar settu svip sinn á starfsemina. Mikil gróska var í íslensku balltónlistarlífi á þeim tíma og tóku fjölmiðlar virkan þátt í að miðla fréttum um ósætti og ósamkomulag innan og milli hljómsveita svo ekki hjálpaði það til.…

Dögg (1973-76)

Margir sem stunduðu tónleika um miðjan áttunda áratug liðinnar aldar muna eftir hljómsveitinni Dögg sem starfaði um ríflega tveggja og hálfs árs skeið. Dögg var stofnuð haustið 1973 en uppistaðan í sveitinni kom úr Tilfinningu, sem hafði þá nýlega klofnað. Sú sveit hélt þó áfram og starfaði áfram undir því nafni. Þremenningarnir Ólafur Helgi Helgason…

Námsfúsa Fjóla (1972-75)

Litlar heimildir er að finna um hljómsveitina Námsfúsu Fjólu en sveitin starfaði líklega um þriggja ára skeið á áttunda áratug liðinnar aldar. Það voru Ólafur Júlíusson Kolbeins trommuleikari (Eik, Deildarbungubræður o.fl.) og Ágúst Birgisson bassaleikari (Steinblóm o.fl.) sem munu hafa stofnað sveitina 1972 en Erlendur Hermannsson (Nelli) söngvari og Ragnar Sigurðsson gítarleikari (Tívolí, Paradís o.fl.)…