Hrím [1] (1967-70)

Siglfirska unglingahljómsveitin Hrím er líklega meðal þekktari sveita meðal heimamanna á Siglufirði þrátt fyrir að sveitin yrði ekki langlíf en hún vann sér það m.a. til frægðar að sigra hljómsveitakeppnina í Húsafelli um verslunarmannahelgina 1969. Meðal hljómsveitarmeðlima var gítarleikarinn Gestur Guðnason sem átti síðar eftir að vekja töluverða athygli fyrir hæfni sína á hljóðfærið. Hrím…

Hljómsveit Jóns Gíslasonar (2012)

Hljómsveit Jóns Gíslasonar starfaði um skeið innan Félags harmonikuunnenda í Skagafirði. Ekki liggur fyrir hversu lengi þessi sveit starfaði en sumarið 2012 voru meðlimir hennar Jón Gíslason hljómsveitarstjóri og harmonikkuleikari, Guðmundur Ragnarsson bassaleikari, Stefán Gíslason harmonikku- og píanóleikari og Kristján Þór Hansen trommuleikari. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa hljómsveit.

Hirosima (um 1970)

Hljómsveitin Hirosima starfaði á Siglufirði um og upp úr 1970, ekki liggur þó fyrir hversu lengi, sveitin lék líklega upphaflega hefðbundið bítlarokk en þróaðist svo yfir í progrokk og varð mun þyngri. Meðlimir Hirosima voru þeir Kristján Elíasson trommuleikari, Guðmundur Ingólfsson söngvari og bassaleikari, Sigurður Hólmsteinsson gítarleikari og Guðmundur Ragnarsson gítarleikari. Eiður Örn Eiðsson (X-izt,…

Miðaldamenn (1970-2014)

Hljómsveitin Miðaldamenn er ásamt Gautum þekktasta hljómsveit Siglfirðinga en hún hefur starfað með hléum frá 1970. Fjöldi manna og kvenna hafa farið í gegnum þessa sveit og hún hefur sent frá sér fáeinar plötur. Miðaldamenn voru stofnaðir haustið 1970 og voru upphaflegir meðlimir hennar Bjarki Árnason, Þórður Kristinsson, og Magnús Guðbrandsson en Sturlaugur Kristjánsson bættist…

Mánakvartettinn [3] (1992-94)

Söngkvartettinn Mánakvartettinn starfaði í Skagafirðinum á fyrri hluta síðasta áratugar liðinnar aldar. Meðlimir kvartettsins voru þeir Jón Gunnlaugsson bassi, Guðmundur Ragnarsson bassi, Magnús Sigmundsson tenór og Jóhann Már Jóhannsson tenór. Þeir félagar skemmtu með söng sínum á ýmsum samkomum í sveitinni á árunum 1992 til 94, og hugsanlega eitthvað lengur.

Pónik [2] (1961-)

Saga hljómsveitarinnar Pónik (hinnar síðari) er með lengri hljómsveitasögum hérlendis og þótt sveitin hafi nú ekki komið fram í nokkur ár er ekki enn hægt að gefa út dánarvottorð á hana, tilurð hennar spannar um hálfa öld. Ýmsar heimildir hafa komið fram um hvenær Pónik var stofnuð og nokkrar þeirra gefa upp ártalið 1964, það…

Enterprise (1966-70)

Á síðari hluta sjöunda áratugar síðustu aldar var starfandi hljómsveit á Siglufirði sem bar heitið Enterprise. Sveitin var stofnsett 1966 eða 67 og voru meðlimir hennar í upphafi þeir Kristján Elíasson trommuleikari, Kristján Hauksson gítarleikari, Björn Birgisson og Jóhann Skarphéðinsson [bassaleikari?]. Guðmundur Ingólfsson gítarleikari og Guðmundur Ragnarsson komu svo í stað þeirra Kristjáns (Haukssonar) og…