Sveiflusextettinn (1990-92)

Sveiflusextettinn svokallaði mun hafa verið settur á laggirnar til að leika á norrænni djasshátíð Ríkisútvarpsins, RÚREK vorið 1990 en sveitin kom þar fram í fyrsta sinn. Meðlimir Sveiflukvartettsins voru þeir Hrafn Pálsson píanóleikari, Friðrik Theódórsson bassaleikari, Guðmundur Steinsson trommuleikari, Bragi Einarsson klarinettu- og saxófónleikari, Guðjón Einarsson básúnuleikari og Kristján Kjartansson trompetleikari. Sveitinni þótti takast það…

Big band FBM (1990)

Big band FBM (félags bókagerðarmanna) var skammlíf sveit, líklega sett saman fyrir eina samkomu vorið 1990. Sveitin lék þá undir stjórn Magnúsar Ingimarssonar, en meðal meðlima hennar auk Magnúsar sem lék á píanó má nefna Guðmund Steinsson trommuleikara og Braga Einarsson klarinettuleikara. Ekki liggja fyrir upplýsingar um fleiri liðsmenn Big band FBM.

Bergmenn [1] (1978-83)

Gömludansabandið Bergmenn lék víðs vegar um landið og jafnvel víðar um nokkurra ára skeið á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Ekki liggur alveg fyrir hvenær sveitin var stofnuð en það gæti allt eins hafa verið árið 1974 þótt elstu heimildir um hana séu frá því í febrúar 1978. Bergmenn voru Ásgeir Sverrisson harmonikkuleikari, Njáll…

Tríó Guðmundar Steinssonar (1968)

Afar takmarkaðar heimildir er að finna um Tríó Guðmundar Steinssonar sem starfaði haustið 1968, hverjir skipuðu tríóið með honum eða hvers konar tónlist það lék. Guðmundur lék líklega sjálfur á trommur. Anna Vilhjálms söng eitthvað með Tríói Guðmundar Steinssonar en aðrar upplýsingar um sveitina væru vel þegnar.

Kátir félagar [3] (1956-59)

Hljómsveitin Kátir félagar starfaði í Reykjavík á sjötta áratugnum og lék einkum gömlu dansana. Framan af voru í sveitinni Gunnar Páll Ingólfsson gítarleikari, Ásgeir Egilsson saxófónleikari, Pálmi Snorrason harmonikkuleikari og Guðmundur Steinsson trommuleikari. Þórður Kristjánsson söng með Kátum félögum 1956 en Sigvaldi Þorgilsson trommuleikari hafði verið í sveitinni í upphafi. Árið 1957 var Kristmann Magnússon…

Rondó tríó (1955-70)

Rondó var hljómsveit sem starfaði í fimmtán ár og lagði alltaf áherslu á að leika gömlu dansana þrátt fyrir ýmsa strauma og stefnur sem sjötti og sjöundi áratugurinn leiddi af sér í tónlistinni. Meðlimir Rondó voru upphaflega fjórir og því gekk sveitin fyrst um sinn undir nafninu Rondó kvartett. Sveitin lék fyrst og fremst í…