Hljómsveit S.G. (1962)

Haustið 1962 hélt Útvegsbankinn skemmtun fyrir börn starfsmanna sinna og meðal skemmtiatriða sem þar voru í boði var unglingahljómsveit sem gekk undir nafninu Hljómsveit S.G. Þessi hljómsveit S.G. (Hljómsveit Sveins Guðjónssonar) var skipið ungum tónlistarmönnum á aldrinum 14 til 16 ára og var sá yngsti í hópnum titlaður hljómsveitarstjóri hennar en það var Sveinn Guðjónsson…

Tónar [1] (1962-67)

Saga hljómsveitarinnar Tóna er ærið flókin og margbrotin enda koma þar við sögu breyttar áherslur í tónlistarstefnu í takt við tíðarandann, auk fjöldi meðlima en tíðar mannabreytingar í sveitinni voru með ólíkindum á ekki lengri tíma, um tuttugu manns komu þar við með einum eða öðrum hætti. Hljómsveitin var stofnuð í júní 1962 og var…

Sexin (1963-64)

Hljómsveitin Sexin starfaði veturinn 1963-64 og mun mestmegnis hafa spilað í Silfurtunglinu. Meðlimir hennar voru Jón Tynes [bassaleikari?], Magnús Eiríksson gítarleikari, Jón Lýðsson trommuleikari, Guðni Pálsson saxófónleikari, Eyjólfur Melsteð trompetleikari og Guðmundur Frímannsson sem líklega lék á gítar, allir fremur ungir að árum. Vorið 1964 var auglýst sérstaklega að sveitin léki lög með Beatles.

Roof tops (1967-75)

Hljómsveitin Roof tops hafði nokkra sérstöðu í íslensku bítla- og hippasenunni á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar, sérstaðan fólst í því að sveitin lagði áherslu á ameríska soultónlist, svokallað tamlatónlist, og innihélt blásara sem ekki var beint móðins í þá tíð. Sveitin spilaði þó ekki soultónlistina eingöngu því smám saman blönduðust aðrar stefnur prógramminu.…

Alto [1] (um 1960-65)

Hljómsveit að nafni Alto (stundum nefnd Alto kvintett eða Alto sextett) var stofnuð í Hagaskóla á öndverðum sjöunda áratug síðustu aldar, jafnvel 1960 eða 61. Stofnmeðlimir Alto voru Jón Pétur Jónsson bassaleikari, Sveinn Guðjónsson píanóleikari, Sigurður Viggó Kristjánsson trommuleikari, Einar Páll [?] trompetleikari og Guðni Pálsson saxófónleikari en er þeir luku námi tóku aðrir við…

Samkór Kópavogs (1966-)

Samkór Kópavogs var stofnaður haustið 1966 og var Jan Morávek fyrsti stjórnandi hans (og stofnandi) við stjórnvölinn til ársins 1970 þegar hann lést. Guðni Pálsson undirleikari tók við um tíma en Páll Kr. Pálsson varð síðan næsti stjórnandi og þá Garðar Cortes en kórstarfið lá niðri frá 1974 – 77. Þá tók Kristín Jóhannesdóttir við stjórninni,…