Hljómsveit Róberts Nikulássonar (um 1970-2010)

Harmonikku- og hljómborðsleikarinn Róbert Nikulásson á Vopnafirði starfrækti nokkrar hljómsveitir um ævina, líklega þá fyrstu nokkru fyrir 1970 og allt til 2010 – það var þó líklega fjarri því að vera samfleytt. Ekki liggur fyrir hvenær fyrsta hljómsveit Róberts starfaði en ekki mun hafa verið tiltækt trommusett fyrir trommuleikara sveitarinnar svo það var einfaldlega smíðað…

Hljómsveit Baldurs Loftssonar (um 1960)

Baldur Loftsson á Breiðási í Hrunamannahreppi starfrækti hljómsveit í eigin nafni undir lok sjötta áratugar síðustu aldar, sveitin lék að minnsta kosti árin 1958 og 59 en að öðru leyti vantar upplýsingar um starfstíma sveitarinnar. Meðlimir Hljómsveitar Baldurs Loftssonar voru auk Baldurs sjálfs sem lék á harmonikku og saxófón, þeir Loftur Loftsson kontrabassaleikari (bróðir Baldurs),…

Croisztans (1997-)

Hljómsveitin Croisztans er fjölþjóðleg sveit sem í gegnum tíðina hefur skartað fjölmörgum Íslendingum, sem hafa yfirleitt verið í meirihluta í sveitinni en mannabreytingar hafa verið tíðar í henni. Croisztans var stofnuð snemma árs 1997 og hefur frá upphafi leikið eins konar þjóðlagapönk undir austur-evrópskum áhrifum, reyndar hefur sveitin kennt sig frá upphafi við úkraínskt fríríki…

Caroll sextett (1961-63)

Hljómsveitin Caroll / Carol (ýmist nefnd kvintett eða sextett eftir stærð sveitarinnar hverju sinni) starfaði á árunum 1961 til 63 og lék þá bæði á dansleikjum austan fjalls og á höfuðborgarsvæðinu. Sveitin var stofnuð á Selfossi líklega sumarið 1961 upp úr Tónabræðrum og virðist hafa verið nokkuð föst liðsskipan á henni en ýmsir söngvarar komu…

Gunnar Kr. Guðmundsson (1936-2013)

Líklega er þrautseigja besta hugtakið til að lýsa tónlistarmanninum Gunnari Kr. Guðmundssyni en þrátt fyrir að vera bæði blindur og einhentur gaf hann út kassettu og lék á harmonikku og önnur hljóðfæri við hin ýmsu tækifæri. Gunnar Kristinn Guðmundsson fæddist árið 1936 austur í Breiðdal og var farinn að leika á orgel eftir eyranu ungur…

Bláir englar (1989-91)

Blússveitin Bláir englar starfaði á árunum 1989-91 og lék víða á blústengdum öldurhúsum. Meðlimir sveitarinnar voru Einar Vilberg gítarleikari, Höskuldur Svavarsson bassaleikari og Gunnar Guðmundsson trommuleikari. Gunnar Waage gæti einnig hafa verið trymbill tríósins um tíma.

Inri (1989-98)

Margt er á huldu varðandi spuna- og gjörningasveitina Inri (I.N.R.I.) en sveitin starfaði í um áratug seint á síðustu öld. Inri, sem eins og flestir átta sig á er skírskotun í áletrun á kross Krists, mun hafa verið stofnuð 1989 og í upphafi voru tveir meðlimir sem skipuðu sveitina, það voru þeir Þórhallur Magnússon gítarleikari…

Capri [1] (1961-63 / 1973)

Hljómsveitin Capri (oft einnig nefnd Kapri eða jafnvel Kaprí) var á þeim tíma sem hún starfaði æði mis stór, allt frá því að vera tríó í byrjun og upp í það að vera sextett, og auðvitað allt þar á milli á þeim þremur árum er hún var starfrækt. Baldur Kristjánsson stofnaði sveitina 1961 og í…