Systir Sara (1972-75)

Hljómsveitin Systir Sara (og um tíma Sara) starfaði um nokkurra ára skeið á höfuðborgarsvæðinu, lengst af sem húshljómsveit í Silfurtunglinu en sveitin mun einnig hafa leikið nokkuð á Keflavíkurflugvelli hjá bandaríska hernum. Systir Sara kom fyrst fram sem húshljómsveit í Silfurtunglinu í byrjun júní 1972 en ekki liggur fyrir hversu lengi sveitin hafði þá starfað,…

Asterix [1] (1975)

Hljómsveitin Asterix var að öllum líkindum skammlíf sveit, starfandi haustið 1975 og kom þá eitthvað fram á skemmtistaðnum Þórscafé. Meðlimir sveitarinnar voru Anton Kröyer gítarleikari, Gunnar Jósefsson trommuleikari, Ari B. Gústafsson bassaleikari, Kristján Óskarsson orgelleikari og Bryndís Júlíusdóttir söngkona.

Tjáning (1969-70)

Hljómsveitin Tjáning var afar skammlíf sveit starfandi rétt yfir áramótin 1969-70. Sveitin hafði áður gengið undir nafninu Zoo Ltd. en breytti nafni sínu í Tjáningu í desember 1969. Þá voru í sveitinni Páll Eyvindsson bassaleikari, Gunnar Jósefsson trommuleikari og Sigþór Hermannsson gítar- og saxófónleikari. Þorgils Baldursson gítar- og munnhörpuleikari gekk svo til liðs við sveitina…

Öldurót [1] (1972-73)

Öldurót var skammlíf hljómsveit sem spilaði fjölbreytta tónlist á veitingahúsum borgarinnar Sveitin var stofnuð haustið 1972 og þá sem tríó, meðlimir Ölduróts voru Anton Kröyer gítarleikari, Gunnar Jósefsson trommuleikari og Óskar Kristjánsson bassaleikari. Kristinn Valdimarsson orgelleikari bættist í hópinn eftir áramótin og þannig var sveitin skipuð a.m.k. til hausts en þá virðist hún hafa hætt…

Acropolis (1970-72)

Hljómsveitin Acropolis (var kölluð Ítök í blábyrjun) var sjö manna sveit sem innihélt m.a. blásara, stofnuð upp úr Tárinu og Tjáningu um áramótin 1969/70. Margir efuðust um að svo fjölmennt band borgaði sig á sama tíma og sveitir með færri meðlimum kvörtuðu undan því lítið væri til skiptanna, þeir Acropolis menn létu slíkt sem vind…