Straumar [1] (1964-67)

Hljómsveitin Straumar var upphaflega skólahljómsveit í Samvinnuskólanum á Bifröst í Borgarfirði veturinn 1964-65 en hlaut líklega ekki nafn sitt fyrr en að meðlimir hennar höfðu lokið námi en hún starfaði þá áfram. Sveitin lék á dansleikjum í Borgarfirði og nágrenni næsta árið eða svo eftir það, og m.a. á héraðsmótum. Margt er óljóst varðandi Strauma…

Afmælisbörn 27. maí 2018

Einn tónlistarmaður kemur við sögu á afmælislista Glatkistunnar að þessu sinni: Gunnar Ólason söngvari og gítarleikari Skítamórals frá Selfossi er fjörutíu og tveggja ára gamall í dag. Auk þess að vera einn af Skímó-liðum hefur hann leikið með sveitum eins og Vinum Sjonna, Galeiðunni, Plasti, Spark, Loðbítlum, Nepal og Poppins flýgur. Auk þess var Gunnar…

Twilight toys (1985)

Hljómsveitin Band nútímans gekk um tíma sumarið 1985 undir nafninu Twilight toys, og fluttu þá efni sitt á ensku. Sveitina skipuðu þeir Gunnar Ólafsson bassaleikari, Finnur Frímann Pálmason gítarleikari, Pétur Jónsson trommuleikari, Magnús Árni Magnússon söngvari og hljómborðsleikari og Ævar Sveinsson gítarleikari. Twilight toys starfaði einungis í fáeinar vikur undir þessu nafni.

Dúmbó sextett (1960-69 / 1977-78)

Saga hljómsveitarinnar Dúmbó er bæði margslungin og flókin, spannar langan tíma og inniheldur fjölmargar mannabreytingar – svo mjög að ekki er víst að þessi umfjöllun nái utan um þær allar. Sögu sveitarinnar er reyndar líklega enn ekki lokið því hún kemur reglulega saman og leikur opinberlega. Hljómsveitin Dúmbó (Dumbo/Dumbó) var stofnuð í Gagnfræðaskóla Akraness vorið…

Band nútímans (1982-85)

Hljómsveitin Band nútímans starfaði í Kópavogi á árunum 1982-85 og vakti töluverða athygli á sínum tíma, einkum fyrir að lenda í öðru til þriðja sæti í Músíktilraunum Tónabæjar haustið 1983 ásamt Þarmagustunum en Dúkkulísurnar sigruðu það árið. Í kjölfar árangursins í Músíktilraununum kom út lag með sveitinni á safnplötunni SATT 3. Sveitin sem spilaði nýrómantík…