Afmælisbörn 26. maí 2025

Sjö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Villi Valli (Vilberg Vilbergsson) hárskeri og tónlistarmaður á Ísafirði (1930-2024) átti afmæli á þessum degi. Villi Valli, sem upphaflega kom reyndar frá Flateyri, var mikill djassvakningarmaður á Vestfjörðum og starfrækti margar sveitir sem sérhæfðu sig í þeirri tegund tónlistar, meðal sveita sem hann lék með og starfrækti…

Hljómsveit Hauks Þorsteinssonar (1959-66)

Hljómsveit Hauks Þorsteinssonar var aðal hljómsveit Sauðkrækinga á sjöunda áratug síðustu aldar en hún var eins konar hlekkur á milli H.G. kvartetts Harðar Guðmundssonar og Falcon áður en Geirmundar þáttur Valtýssonar hófst. Sveitin lék á dansleikjum og var fastur liður í Sæluviku Skagfirðinga um árabil. Haukur Þorsteinsson stofnaði sveit sína líklega árið 1958 eða 59…

Hljómsveit Gunnars Ormslev (1950-71)

Gunnar Ormslev saxófónleikari starfrækti nokkrar hljómsveitir í eigin nafni frá sjötta og fram á áttunda áratug síðustu aldar en þekktust þeirra sveita var án nokkurs vafa sú sem fór til Sovétríkjanna á heimsmót æskunnar og vakti þar mikla athygli en Haukur Morthens var þá söngvari sveitarinnar. Gunnar hafði starfrækt hljómsveit (GO kvintett) á síðari hluta…

Hljómsveit Gunnars Páls Ingólfssonar (1956-79)

Tónlistarmaðurinn Gunnar Páll Ingólfsson starfrækti nokkrar hljómsveitir í eigin nafni á ýmsum tímum og misstórar, þessar sveitir voru hvorki áberandi né langlífar enda lék hann á gítar og söng með fjölmörgum öðrum hljómsveitum á sínum yngri árum. Gunnar mun fyrst hafa stofnað hljómsveit árið 1956 en engar upplýsingar finnast um hljóðfæra- og meðlimaskipan hennar fremur…

Afmælisbörn 26. maí 2024

Sjö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Villi Valli (Vilberg Vilbergsson) hárskeri og tónlistarmaður á Ísafirði er níutíu og fjögurra ára á þessum ágæta degi. Villi Valli, sem upphaflega kemur reyndar frá Flateyri, var mikill djassvakningarmaður á Vestfjörðum og starfrækti margar sveitir sem sérhæfðu sig í þeirri tegund tónlistar, meðal sveita sem hann lék…

Afmælisbörn 26. maí 2023

Sex afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Villi Valli (Vilberg Vilbergsson) hárskeri og tónlistarmaður á Ísafirði er níutíu og þriggja ára á þessum ágæta degi. Villi Valli, sem upphaflega kemur reyndar frá Flateyri, var mikill djassvakningarmaður á Vestfjörðum og starfrækti margar sveitir sem sérhæfðu sig í þeirri tegund tónlistar, meðal sveita sem hann lék…

Afmælisbörn 26. maí 2022

Sex afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Villi Valli (Vilberg Vilbergsson) hárskeri og tónlistarmaður á Ísafirði er níutíu og tveggja ára á þessum ágæta degi. Villi Valli, sem upphaflega kemur reyndar frá Flateyri, var mikill djassvakningarmaður á Vestfjörðum og starfrækti margar sveitir sem sérhæfðu sig í þeirri tegund tónlistar, meðal sveita sem hann lék…

Afmælisbörn 26. maí 2021

Fimm afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Villi Valli (Vilberg Vilbergsson) hárskeri og tónlistarmaður á Ísafirði er níutíu og eins árs á þessum ágæta degi. Villi Valli, sem upphaflega kemur reyndar frá Flateyri, var mikill djassvakningarmaður á Vestfjörðum og starfrækti margar sveitir sem sérhæfðu sig í þeirri tegund tónlistar, meðal sveita sem hann lék…

Gunnar Páll Ingólfsson (1934-2019)

Tónlistarmaðurinn Gunnar Páll Ingólfsson starfaði með fjölmörgum hljómsveitum eftir miðja síðustu öld og spilaði svo um árabil á skemmtara á hótelum á höfuðborgarsvæðinu, hann var síðan kominn á sjötugs aldur þegar hann sendi frá sér tvær plötur. Gunnar Páll (f. 1934) starfaði víða á ferli sínum s.s. sem kjötiðnaðarmaður, ritstjóri og matreiðslumaður en tónlistin var…

Þristar (1978-81)

Fáar heimildir er að hafa um gömludansahljómsveitina Þrista en samkvæmt auglýsingum fjölmiðla var sveitin starfandi a.m.k. á árunum 1978-81 en höfuðvígi hennar var þá Lindarbær. Meðlimir Þrista á þeim árum voru Gunnar Páll Ingólfsson söngvari og gítarleikari, Haukur Sighvatsson trommuleikari og Þorvaldur Jónsson harmonikkuleikari. Ein heimild segir Þorvald hafa verið í sveit með þessu nafni…

Kátir félagar [3] (1956-59)

Hljómsveitin Kátir félagar starfaði í Reykjavík á sjötta áratugnum og lék einkum gömlu dansana. Framan af voru í sveitinni Gunnar Páll Ingólfsson gítarleikari, Ásgeir Egilsson saxófónleikari, Pálmi Snorrason harmonikkuleikari og Guðmundur Steinsson trommuleikari. Þórður Kristjánsson söng með Kátum félögum 1956 en Sigvaldi Þorgilsson trommuleikari hafði verið í sveitinni í upphafi. Árið 1957 var Kristmann Magnússon…

Hljómsveit Karls Jónatanssonar (1943-2003)

Þegar talað er um Hljómsveit Karls Jónatanssonar má segja að um margar sveitir sé að ræða og frá ýmsum tímum, reyndar ganga þær einnig undir mismunandi nöfnum eins og Hljómsveit Karls Jónatanssonar, Kvintett Karls Jónatanssonar, Stórsveit Karls Jónatanssonar o.s.frv. en eiga það sammerkt að vera allar kenndar við hann. Fyrsta útgáfa hljómsveitar Karls var starfrækt…

Hljómsveit Ásgeirs Sverrissonar (1964-80)

Hljómsveit Ásgeirs Sverrissonar harmonikkuleikara sérhæfði sig í gömlu dönsunum um árabil, lengst af í Þórscafé, og var með langlífari sveitum í bransanum. Sveitin var stofnuð 1964 og starfaði sleitulaust til 1975 en eitthvað slitrótt eftir það, hún starfaði þó að minnsta kosti til 1980 en þá var hún líkast til endanlega hætt. Sveitin kom aftur saman…