Frostaveturinn mikli 1918 (1968-69)

Veturinn 1968-69 starfaði skólahljómsveit við Menntaskólann að Laugarvatni undir nafninu Frostaveturinn mikli 1918. Meðlimir þessarar sveitar munu hafa verið Guðmundur Benediktsson söngvari og gítarleikari (Mánar o.fl.), Atli Guðmundsson söngvari og gítarleikari, Ólafur Örn Ingólfsson [bassaleikari ?], Halldór Gunnarsson hljómborðsleikari og Bjarni F. Karlsson trommuleikari. Eins gætu þeir Snorri Ölversson gítarleikari og Þórhallur V. Þorvaldsson bassaleikari…

Gustuk (1974)

Hljómsveitin Gustuk starfaði á Höfn í Hornafirði um miðjan áttunda áratug síðustu aldar, að öllum líkindum bara í eitt sumar (1974). Gustuk var sveitaballaband sem spilaði mestmegnis eða eingöngu á austanverðu landinu en meðlimir hennar voru jafnframt flestir viðloðandi hljómsveitina Þokkabót um svipað leyti, það voru þeir Ingólfur Steinsson, Magnús R. Einarsson og Halldór Gunnarsson…

Torrek (1971-72)

Hljómsveitin Torrek starfaði í um eitt ár 1971 og 72 og lék nær eingöngu á skemmtistöðum borgarinnar, mest í Silfurtunglinu en varð þó svo fræg að vera meðal hljómsveita sem léku á Saltstokk ´71. Sveitin var stofnuð í janúar 1971 og voru í henni frá upphafi Drífa Kristjánsdóttir söngkona (Nútímabörn o.fl.), Þór Sævaldsson gítarleikari (Plantan…

Þokkabót (1972-79)

Hljómsveitin Þokkabót lék vandað þjóðlagaskotið popp og var afkastamikil sveit á útgáfusviðinu en minna fór fyrir henni á tónleikum enda starfaði sveitin aðallega í kringum plötuútgáfuna. Sveitin fékk iðulega mjög góða dóma fyrir plötur sínar en flestar þeirra seldust þó ekki ýkja vel. Upphaf sveitarinnar má rekja austur til Seyðisfjarðar en Gylfi Gunnarsson gítarleikari, Ingólfur…

Yoga (1967-68)

Yoga var skólahljómsveit í Menntaskólanum á Laugarvatni veturinn 1967-68. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Atli Guðmundsson söngvari og gítarleikari, Einar Örn Stefánsson trommuleikari, Ólafur Örn Ingólfsson bassaleikari [?], Halldór Gunnarsson hljómborðsleikari (Þokkabót o.fl.) og Sverrir Kristinsson gítarleikari. Félagarnir komu víðs vegar að, af Suðurnesjunum, Vestmannaeyjum og Hveragerði. Raunar var kjarni sveitarinnar nokkurn veginn sá sami alla…

Bóbó Pjeturs og fjölskylda (1969-70)

Hljómsveitin Bóbó Pjeturs og fjölskylda starfaði í Menntaskólanum að Laugarvatni veturinn 1969-70 og var þar eins konar skólahljómsveit. Meðlimir hennar voru Halldór Gunnarsson (síðar Þokkabót), Viðar Jónsson, Ólafur Örn Ingólfsson, Þórólfur Guðnason og Smári Geirsson, sá síðast taldi var trommuleikari en óljóst er hvaða hlutverki hinir höfðu að gegna í hljómsveitinni.