Hljómsveit Örvars Kristjánssonar (1972-98)

Harmonikkuleikarinn Örvar Kristjánsson starfrækti hljómsveitir um árabil í eigin nafni og mætti skipta þeim í tvennt, annars vegar þær sem hann var með norður á Akureyri – hins vegar þær sem störfuðu fyrir sunnan. Fyrsta hljómsveit Örvars starfaði einmitt á Akureyri og mun hafa tekið til starfa haustið 1969 sem tríó, sveitin lék eitthvað til…

Chaplin (1978-83)

Hljómsveitin Chaplin starfaði um nokkurra ára skeið í Borgarnesi í kringum 1980, réttara væri þó að segja nokkurra sumra skeið því hún starfaði mestmegnis yfir sumartímann enda voru einhverjir meðlimir hennar við nám og störf utan þjónustusvæðis á veturna ef svo mætti komast að orði. Chaplin var stofnuð sumarið 1978 og voru meðlimir hennar þá…

Þúsund andlit (1991-95)

Hljómsveitin Þúsund andlit herjaði á sveitaböllin á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar, átti þá nokkur lög á safnplötum og gaf út eina breiðskífu. Sveitin var reyndar fyrst sett saman fyrir Landslagskeppnina haustið 1991 en þá höfðu þeir Birgir Jón Birgisson hljómborðsleikari og Friðrik Karlsson gítarleikari samið lög fyrir keppnina og fengið Sigrúnu Evu Ármannsdóttur…

París [1] (1985-86)

Hljómsveitin París starfaði á Akureyri í um tvö ár að minnsta kosti um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Meðlimir sveitarinnar voru Ari Baldursson söngvari og hljómborðsleikari, Ingvar Grétarsson gítarleikari, Júlíus Guðmundsson söngvari og gítarleikari, Finnur Finnsson bassaleikari og Halldór Hauksson trommuleikari. París lék mestmegnis á heimaslóðum og var m.a. húshljómsveit á Hótel KEA um skamman…

Pass [2] (1987-88)

Akureyska hljómsveitin Pass starfaði að minnsta kosti í eitt og hálft ár við lok níunda áratugarins og lék víða á þeim tíma. Pass var stofnuð haustið 1987 en meðlimir sveitarinnar voru þá Þórir Jóhannsson bassaleikari (Kandís o.fl.), Halldór Hauksson trommuleikari (Chaplin, N1+ o.fl.), Jón Elfar Hafsteinsson gítarleikari (Stjórnin o.fl.) og Vilhelm Hallgrímsson hljómborðsleikari, Júlíus Guðmundsson (Namm,…

Fimm [1] (1980-81)

Hljómsveitin Fimm var eins konar týndi hlekkurinn á milli Cirkus og Spilafífla en hún tengdi sögu sveitanna tveggja. Fimm var stofnuð 1980 af fyrrum meðlimum Cirkus, þeim Jóhann Kristinssyni hljómborðsleikara, Erni Hjálmarssyni gítarleikara og Sævari Sverrissyni söngvara. Auk þeirra voru í sveitinni Birgir Bragason bassaleikari (Sálin hans Jóns míns o.fl.) og Halldór Hauksson trommuleikari (Chaplin,…

N1+ (1994)

N1+ (Enn einn plús) var hljómsveit sem herjaði á sveitaballamarkaðinn 1994. Meðlimir þessarar sveitar voru Sigríður Beinteinsdóttir söngkona, Guðmundur Jónsson gítarleikari, Friðrik Karlsson gítarleikari, Þórður Guðmundsson bassaleikari og Halldór Gunnlaugur Hauksson trommuleikari. Hljómsveitin hafði mánuðina á undan starfað á Hótel Íslandi (frá áramótum) undir nafninu Hljómsveit Siggu Beinteins og þá einnig haft hljómborðsleikarann Eyþór Gunnarsson…

Rabbi – Efni á plötum

Rafn Jónsson – Andartak Útgefandi: eigin útgáfa Útgáfunúmer: RRJ LP 1 / RRJ CD 1 Ár: 1991 1. Andartak 2. Ég elska bara þig 3. Hvernig líður þér í dag 4. Leynistaðurinn 5. Hafið – forleikur 6. Hafið 7. Orðin 8. Draumurinn 9. Hve lengi 10. Í fyrra lífi 11. Æskustöðvar Flytjendur Kristján Edelstein – gítar…