Hljómsveit Steinþórs Steingrímssonar (1949-50)

Hljómsveit Steinþórs Steingrímssonar píanóleikara (einnig stundum nefnd Sextett Steinþórs Steingrímssonar) starfaði í nokkra mánuði veturinn 1949-50 og lék þá líklega eingöngu í Mjólkurstöðinni við Laugaveg, mannabreytingar settu svip á sveitina þann skamma tíma sem hún starfaði. Sveitin var stofnuð um haustið 1949 og kom fyrst fram á dansleikjum í Mjólkurstöðinni í október, meðlimir hennar í…

Hljómsveit I.O.G.T. hússins (1948-50)

Á árunum 1948 til 50 (e.t.v. lengur) starfaði hljómsveit innan I.O.G.T. (Góðtemplarahreyfingarinnar) í Reykjavík undir nafninu Hljómsveit I.O.G.T. hússins. Þessi sveit kom fram í nokkur skipti opinberlega, þegar hún lék gömlu dansana á 17. júní skemmtun á Lækjartorgi sumarið 1948 og svo aftur á skemmtun um haustið, og svo sumarið 1950. Meðlimir Hljómsveitar I.O.G.T. hússins…

Hljómsveit Guðmundar Vilbergssonar (1951 / 1953)

Guðmundur Vilbergsson virðist hafa starfrækt hljómsveit – eina eða tvær, laust eftir 1950. Sú fyrri lék á djasstónleikum árið 1951 og var einnig kölluð Combo Guðmundar Vilbergssonar, hún var skipuð þeim Guðmundi sem lék á trompet, Magnúsi Randrup saxófónleikara, Steinþóri Steingrímssyni píanóleikara, Halli Símonarsyni bassaleikara og Sveini Jóhannssyni trommuleikara en þessi sveit virðist einungis hafa…

Hljómsveit Eyþórs Þorlákssonar (1948-49 / 1952)

Eyþór Þorláksson gítarleikari starfrækti nokkrar hljómsveitir í eigin nafni á fimmta, sjötta og sjöunda áratug liðinnar aldar, þær gengu undir ýmsum nöfnum s.s. Tríó Eyþórs Þorlákssonar (1953-62), Orion (1956-58) og Combó Eyþórs Þorlákssonar sem reyndar gekk einnig undir nafninu Hljómsveit Eyþórs Þorlákssonar um tíma (1959-66) en þær sveitir hafa allar sér umfjöllun á Glatkistunni. Eyþór…

Hawaii-kvartett (1946-50)

Hljómsveit sem bar nafnið Hawaii kvartett (Hawaii kvartettinn, Havai kvartett og fleiri svipuð nöfn) var starfrækt á síðari hluta fimmta áratugs síðustu aldar og naut töluverðra vinsælda á höfuðborgarsvæðinu þar sem hún lék á margvíslegum skemmtunum og dansleikjum, oft ásamt sönghópnum Öskubuskum. Það mun hafa verið Hilmar Skagfield (sonur Sigurðar Skagfield söngvara) sem stofnaði sveitina…

S.O.S. [1] (1951-53)

Hljómsveit sem bar heitið S.O.S. (SOS) og gekk ýmist undir S.O.S. tríó eða kvartett heitinu (jafnvel Danshljómsveit S.O.S.) starfaði snemma á sjötta áratug síðustu aldar, á árunum 1951-53. Þessi sveit starfaði líkast til fyrir austan fjall og spilaði þar mest s.s. í Árnes- og Rangárvallasýslu en einnig á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum (1953) og reyndar eitthvað…

Tríó Ólafs Gauks (1948-56 / 2000-01)

Ólafur Gaukur Þórhallsson gítarleikari starfrækti fjöldann allan af hljómsveitum á sínum tíma og voru þar á meðal tríó en fyrsta hljómsveit Ólafs var einmitt tríó. Ólafur Gaukur var aðeins átján ára þegar hann stofnaði tríó í eigin nafni árið 1948, ásamt honum voru í tríóinu Kristján Magnússon píanóleikari og Hallur Símonarson bassaleikari en jafnframt söng…

Jazzblaðið [fjölmiðill] (1948-53)

Jazzblaðið kom út um nokkurra ára skeið í kringum miðja síðustu öld. Blaðið var þó ekki fyrsta djasstímaritið hérlendis því Tage Ammendrup hafði gefið út tímaritið Jazz stuttu áður, þegar Tage hætti útgáfu þess blaðs komu Svavar Gests (þá tiltölulega nýkominn frá tónlistarnámi í Bandaríkjunum) og Hallur Símonarson til sögunnar og ákváðu að gefa út…

Hljómsveit Magnúsar Randrup (1950-68)

Hljómsveit Magnúsar Randrup var kennd við stjórnanda hennar, Hafnfirðinginn Magnús Kristinn Randrup en hann lék á harmonikku, saxófón og horn, sveitin var alla tíð harmonikkusveit sem lagði áherslu á gömlu dansana. Magnús starfrækti sveitir undir eigin nafni líklega í þrenns konar útgáfum en tvær þeirra fá hér stærstan hluta umfjöllunarinnar. Fyrsta útgáfa hljómsveitar Magnúsar var…