Afmælisbörn 1. september 2025

Að þessu sinni eru afmælisbörnin sjö talsins: Ruth Reginalds söngkona á stórafmæli í dag – er sextug en hana þekkja auðvitað allir. Ruth var fyrst og fremst barnastjarna og gaf út á sínum tíma fjöldann allan af plötum á áttunda áratugnum, en hún söng einnig hlutverk Róberts bangsa á þremur plötum um svipað leyti. Enn…

Afmælisbörn 1. september 2024

Að þessu sinni eru afmælisbörnin sjö talsins: Ruth Reginalds söngkona er fimmtíu og níu ára gömul í dag en hana þekkja auðvitað allir. Ruth var fyrst og fremst barnastjarna og gaf út á sínum tíma fjöldann allan af plötum á áttunda áratugnum, en hún söng einnig hlutverk Róberts bangsa á þremur plötum um svipað leyti.…

Hljómsveit Finns Eydal (1960-92)

Hljómsveit Finns Eydal var í raun nokkrar hljómsveitir sem störfuðu á löngu tímabili, yfirleitt gengu þær undir nafninu Hljómsveit Finns Eydal og stundum Tríó Finns Eydal og Kvintett Finns Eydal en einnig starfrækti Finnur hljómsveit sem bar nafnið Atlantic kvartettinn en um hana er fjallað sérstaklega á síðunni. Hljómsveitin var stofnuð í Reykjavík haustið 1960…

Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar [2] (1966-91)

Djasspíanistinn Guðmundur Ingólfsson starfrækti margar hljómsveitir um ævi sína, hann er þekktastur fyrir það sem hefur verið kallað Tríó Guðmundar Ingólfssonar (sjá sér umfjöllun á Glatkistunni) en það eru djasssveitir hans sem störfuðu allt frá því um miðjan sjöunda áratuginn og þar til hann lést 1991. Hér er hins vegar reynt að varpa einhverju ljósi…

Hljómsveit Björns Gunnarssonar (1962-63)

Óskað er eftir upplýsingum um Hljómsveit Björns Gunnarssonar en sveitin starfaði á árunum 1962-63, hugsanlega einvörðungu um þann vetur. Þessi hljómsveit lék oftsinnis í Breiðfirðingabúð og var skipuð ungum meðlimum, hljómsveitarstjórinn Björn Gunnarsson var líklega trommuleikari en ekki liggur fyrir hverjir aðrir skipuðu sveitina. Nokkrir söngvarar og söngkonur sungu með henni meðan hún starfaði og…

Hljómsveit Andrésar Ingólfssonar (1954-64)

Saxófónleikarinn Andrés Ingólfsson starfrækti hljómsveitir í þrígang á sjötta og sjöunda áratug liðinnar aldar og segja má að síðasta sveitin hafi skipað sér meðal vinsælustu hljómsveita landsins, hún gaf þó aldrei út plötu. Hljómsveit Andrésar Ingólfssonar hin fyrsta starfaði um eins árs skeið 1954 til 55 en engar upplýsingar er að finna um skipan þeirrar…

Harald G. Haraldsson (1943-)

Harald G. Haralds leikari var kunnur rokksöngvari hér á árum áður en hann söng með nokkrum hljómsveitum á upphafsárum rokksins. Harald Gudberg Haraldsson er fæddur 1943 í Reykjavík og hefur búið þar alla tíð. Hann kom fyrst opinberlega fram sem söngvari vorið 1958 á tónleikum norsku söngkonunnar Noru Brocksted í Austurbæjarbíói en hann var þá…

Venus kvartettinn (1960)

Venus kvartettinn starfaði árið 1960 í ársbyrjun, líklega í fáeinar vikur. Engar upplýsingar finnast um meðlimi kvartettsins en söngvararnir Þór Nielsen og Harald G. Haralds sungu með sveitinni.

Diskó sextett (1960-61)

Diskó sextett var ein þeirra hljómsveita sem töldust til unglingarokksveita þess tíma er hún starfaði um eins og hálfs árs skeið um 1960. Meðlimir sveitarinnar voru Guðjón Margeirsson bassaleikari, Björn G. Björnsson trommuleikari, Carl Möller píanóleikari (hugsanlega lék hann á gítar í þessari sveit) og Kjartan Norðfjörð víbrafónleikari sem allir höfðu verið í hljómsveitinni Fimm…

Fjórir jafnfljótir (1957-60)

Forsaga hljómsveitarinnar Fjögurra jafnfljótra er sú að Skapti Ólafsson trommuleikari hafði stofnað hljómsveit sem lengi gekk ekki undir neinu nafni og þegar Freymóður Jóhannesson réði hana til að leika á böllum í Gúttó (1957), skírði hann sveitina og kallaði hana Fjóra jafnfljóta. Sagan segir reyndar að gárungarnir hafi kallað sveitina Fjóra jafnljóta. Ekki liggja fyrir…

Hljómsveit Skapta Ólafssonar (1955-60)

Skapti Ólafsson söngvari starfrækti eigin sveit 1955– 60, Hljómsveit Skapta Ólafssonar en hún var einnig nefnd Fjórir jafnfljótir, það nafn var komið frá Freymóði Jóhannessyni sem réði sveitina til að spila í Gúttó 1957. Stjórnandi sveitarinnar, Skapti Ólafsson var trommuleikari hennar og söngvari og ýmsir söngvarar sungu með henni um lengri og skemmri tíma, þeirra…