Færibandið [1] (1989)

Þrátt fyrir nokkurn fjölda hljómsveita sem borið hafa nafnið Færibandið virðist sú fyrsta ekki hafa verið starfrækt fyrr en við lok níunda áratugar síðustu aldar, þá starfaði sveit undir þessu nafni árið 1989 á Selfossi og var skipuð nokkrum ungum tónlistarmönnum sem flestir áttu eftir að koma víða við sögu í sunnlensku tónlistarlífi. Færibandið starfaði…

Bacchus [3] (1992-93)

Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær hljómsveitin Bacchus frá Selfossi og nágrenni var starfandi en það var a.m.k. á árunum 1992 og 93 en síðarnefnda árið var hún nokkuð virk í sunnlensku tónlistarsenunni sem þá var í gangi, og keppti í Músíktilraunum Tónabæjar um vorið, lék á tónlistarhátíðinni Íslensk tónlist 1993 sem haldin var í Þjórsárdalnum…

Baðönd (1993-94)

Hljómsveitin Baðönd starfaði á Selfossi veturinn 1993 til 94 og lék einkum cover efni með hörðu ívafi. Meðlimir sveitarinnar voru Guðmar Elís Pálsson söngvari, Heimir Tómasson gítarleikari, Pétur Harðarson gítarleikari, Halldór Snær Bjarnason bassaleikari og Jón Ingi Sigurgíslason trymbill. Sveitin var eins konar útibú frá hljómsveitinni Bacchus [3] en Heimir, Pétur og Jón Ingi voru…

Kósínus (1989-90)

Kósínus (Cosinus) var hljómsveit sem lék á böllum víðs vegar um Suðurland 1989 og 1990 en hún var skipuð ungu tónlistarfólki úr Árnes- og Rangárvallasýslum. Hljómsveitin hafði verið starfandi um nokkurra mánaða skeið og með ýmsum mannabreytingum undir nafninu Færibandið, þegar hún hlaut nafnið Kósínus en það gerðist í kjölfar þess að söngkonan Jónína Kristjánsdóttir…

Gormar og geimfluga (1995)

Rokksveitin Gormar og geimfluga frá Selfossi keppti í Músíktilraunum Tónabæjar 1995. Meðlimir sveitarinnar voru Örn Gunnþórsson bassaleikari, Haraldur G. Ásmundsson gítarleikari, Heimir Tómasson gítarleikari, Haraldur B. Ólafsson trommuleikari, Sjöfn Gunnarsdóttir söngvari og Valur Arnarson söngvari. Sveitin komst ekki áfram í úrslit og liggur ekki fyrir hvort hún starfaði áfram eftir Músíktilraunir.