Hljómsveit José Riba (1951-52 / 1955-64)

Spánverjinn José Riba (Ólafur Jósef Pétursson) starfrækti hljómsveitir á sjötta áratugnum en hann fluttist búferlum til Íslands árið 1950 eftir að hafa komið hér fyrst á fjórða áratugnum og gifst þá íslenskri konu. José Riba bjó og starfaði á Akureyri fyrstu tvö árin (1950-52) og starfrækti þá hljómsveit sem lék reglulega á Hótel KEA, engar…

Guðjón Pálsson (1929-2014)

Ferill Guðjóns Pálssonar píanóleikara frá Vestmannaeyjum telst vægast sagt margbreytilegur og spannar í raun meira og minna alla hans ævi, hann hóf snemma að leika á píanó, var í hljómsveitum, starfrækti hljómsveitir, var undirleikari, organisti, kórastjórnandi og tónlistarkennari víða um land. Guðjón fæddist í Vestmannaeyjum 1929, hann var farinn að leika á píanó um tólf…

Óli Ágústsson (1936-)

Óli Ágústsson (Óli Ágústar) (f. 1936) er af mörgum talinn fyrsti íslenski rokksöngvarinn en hann var einn ungra söngvara sem kom á sjónarsviðið upp úr miðjum sjötta áratug síðustu aldar og söng rokk, ólíkt hinum söng hann eingöngu rokk og var þess vegna auglýstur undir nafninu Óli Presley enda sérhæfði hann sig í Presleylögum, hann…

Siggi Johnny (1940-2016)

Sigurður (Siggi) Johnny Þórðarson, dansk-íslenskur söngvari telst vera einn fyrsti rokksöngvari Íslands, engar plötur komu þó út með söng hans fyrr en 1984 og má rekja það til sterks dansks framburðar hans á yngri árum. Blómatími Sigurðar Johnny var klárlega síðari hluti sjötta áratugar tuttugustu aldarinnar og fyrri hluti þess sjöunda en það var um…