Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar (1961 / 1965-92)

Saga hinnar einu sönnu Hljómsveitar Ragnars Bjarnasonar er tvíþætt, annars vegar lék sveitin um árabil á Hótel Sögu við miklar vinsældir – reyndar svo miklar að þegar ný hljómsveit tók við henni var sú sveit nánast púuð niður af tryggum og prúðbúnum miðaldra dansleikjagestum, hins vegar lék sveitin yfir sumartímann ásamt fleiri skemmtikröftum undir nafninu…

Sveiflubræður [1] (1968)

Hljómsveitin Sveiflubræður var líklega aldrei til sem starfandi sveit og aukinheldur er líklegt að hún hafi fengið nafn sitt fjörutíu árum eftir að hún lék á upptöku í Súlnasal Hótel Sögu. Í raun var hér um að ræða hljómsveit Ragnars Bjarnasonar sem starfaði á Hótel Sögu og var húshljómsveit þar til margra ára. Þeir félagar…

Erla Traustadóttir (1942-2001)

Erla Traustadóttir söngkona söng með ýmsum hljómsveitum, einkum á sjöunda áratug liðinnar aldar, á annars stuttum söngferli. Erla (Steinþóra Erla Hofland Traustadóttir) fæddist 1942 og vakti athygli fyrst fyrir söng sinn með Hljómsveit Karls Lilliendahl veturinn 1965-66. Vorið 1966 keppti hún í Fegurðarsamkeppni Íslands, hafnaði þar í þriðja sæti og tók þátt í kjölfarið í…

Hrafn Pálsson (1936-2016)

Hrafn Pálsson var áberandi í tónlistar- og skemmtanalífi Íslendinga á árunum milli 1960 og 1980 en eftir að hann sneri baki við tónlistinni tók hann að mennta sig í félagsráðgjöf og starfaði síðan við heilbrigðisráðuneytið, m.a. við deildarstjórnun. (Sigurður) Hrafn Pálsson (f. 1936) var sonur Páls Kr. Pálssonar orgelleikara og fékk því tónlistina beint í æð en…