Erla Traustadóttir (1942-2001)

Erla Traustadóttir söngkona söng með ýmsum hljómsveitum, einkum á sjöunda áratug liðinnar aldar, á annars stuttum söngferli. Erla (Steinþóra Erla Hofland Traustadóttir) fæddist 1942 og vakti athygli fyrst fyrir söng sinn með Hljómsveit Karls Lilliendahl veturinn 1965-66. Vorið 1966 keppti hún í Fegurðarsamkeppni Íslands, hafnaði þar í þriðja sæti og tók þátt í kjölfarið í…

Hrafn Pálsson (1936-2016)

Hrafn Pálsson var áberandi í tónlistar- og skemmtanalífi Íslendinga á árunum milli 1960 og 1980 en eftir að hann sneri baki við tónlistinni tók hann að mennta sig í félagsráðgjöf og starfaði síðan við heilbrigðisráðuneytið, m.a. við deildarstjórnun. (Sigurður) Hrafn Pálsson (f. 1936) var sonur Páls Kr. Pálssonar orgelleikara og fékk því tónlistina beint í æð en…