Bleiku bastarnir (1987-88)

Bleiku bastarnir voru áberandi í þeirri síðpönkvakningu sem átti sér stað á síðari hluta níunda áratugar síðustu aldar, tónlist sveitarinnar þótti vera blanda af skítugu rokki, pönki, rythmablús og rokkabillí og féll vel í kramið hjá vissum hópi tónlistaráhugafólks. Bleiku bastarnir (bastarðarnir) voru stofnaðir vorið 1987 og einhverjar mannabreytingar og tilraunir voru gerðar áður en…

Lizard (1984)

Hljómsveitin Lizard var skammlíf þungarokkssveit sem starfaði á höfuðborgarsvæðinu vorið 1984. Sveitin var stofnuð af Brynjari Björnssyni trommuleikara og Valdimar Sigfússyni gítarleikara en aðrir meðlimir hennar voru Ársæll Steinmóðsson söngvari, Ívar Árnason gítarleikari og Sigurður Ívarsson bassaleikari. Sveitin var að öllum líkindum hætt störfum um sumarið.

Sex púkar (1986)

Sex púkar var hljómsveit sem starfaði 1986, hún var stofnuð snemma árs og keppti um vorið í Músíktilraunum en starfaði líklega ekki lengur en fram á haustið. Sveitina skipuðu þeir Ívar Árnason gítarleikari, Steingrímur Erlingsson bassaleikari (Foringjarnir), Björgvin Pálsson trommuleikari, Viðar Ástvaldsson hljómborðsleikari og Björn Baldvinsson söngvari.