Afmælisbörn 31. maí 2025

Átta tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu hjá Glatkistunni í dag: Kjartan Valdemarsson píanó- og hljómborðsleikari er fimmtíu og átta ára gamall í dag. Kjartan er fjölhæfur tónlistarmaður og hefur leikið á fjölda poppplatna allt frá árinu 1984 þegar fyrst heyrðist til hans á safnplötum, hann hefur verið í mörgum þekktum hljómsveitum eins og Todmobile en…

Hljómsveit Þóris Jónssonar (1942-47)

Hljómsveit Þóris Jónssonar sem lengi var bendluð við Hótel Borg (og reyndar einnig nefnd Hljómsveit Hótel Borgar eða Borgarbandið) varð til fyrir hálfgerða tilviljun en hún starfaði í nokkur ár og telst vera fyrsta alíslenska djasshljómsveitin. Tildrög þess að sveitin var stofnuð voru þau að Þórir Jónsson fiðlu- og saxófónleikari starfaði með Hljómsveit Jack Quinet…

Hljómsveit Rúts Hannessonar (um 1950-83)

Harmonikkuleikarinn Rútur Kr. Hannesson starfrækti í nokkur skipti hljómsveitir í eigin nafni sem flestar áttu það sammerkt að leika undir gömlu dönsunum, sveitir hans störfuðu langt frá því samfleytt en tímabilið sem hljómsveitir hans störfuðu spannar á fjórða áratug. Hljómsveit Rúts Hannessonar hin fyrsta virðist hafa verið starfrækt á Akureyri laust fyrir 1950 en sú…

Hljómsveit Josef Felzmann (1953-55)

Hljómsveit Austurríkismannsins Josef Felzmann starfaði um tveggja ára skeið um miðbik sjötta áratugarins en Felzmann hafði þá dvalið hér á landi og starfað með hléum síðan 1933. Hljómsveitin hafði mikið að gera við spilamennsku í Tjarnarcafe og við plötuupptökur en hún kom við sögu á nokkrum plötum Alfreðs Clausen Fyrstu heimildir um hljómsveit í nafni…

Hljómsveit Jónatans Ólafssonar (1947-66)

Fjölmargar hljómsveitir störfuðu undir stjórn píanóleikarans og lagahöfundarins Jónatans Ólafssonar en heimildum ber ekki saman um starfstíma hljómsveita hans, þannig er hann ýmist hafa starfrækt hljómsveitir frá árinu 1947 eða 1950 og allt til 1959 eða 1966. Jafnframt er talað um hljómsveit í hans nafni sem starfaði á Hótel Birninum í Hafnarfirði á árunum 1941-45…

Hljómsveit Jóhannesar Eggertssonar (1956-57 / 1965-69)

Jóhannes Eggertsson selló- og slagverksleikari starfrækti að minnsta kosti tvívegis danshljómsveitir sem sérhæfðu sig einkum í gömlu dönsunum, í þeim sveitum lék hann á trommur. Fyrri hljómsveit Jóhannesar sem hér er vísað til starfaði á árunum 1956 og 57 í Vetrargarðinum í Tívolíinu í Vatnsmýrinni (og gæti jafnvel hafa starfað þar lengur) en litlar og…

Hljómsveit Jack Quinet (1933-42)

Húshljómsveitir voru fastur liður á Hótel Borg á upphafsáratugum þess og er þeim gerð skil í sér umfjöllun undir Hljómsveit Hótel Borgar (Borgarbandið). Ein þeirra sveita og kannski sú þekktasta starfaði undir stjórn Bretans Jack Quinet en frá opnun hótelsins 1930 og allt til heimsstyrjaldarinnar síðari voru hljómsveitirnar að miklu leyti skipaðar erlendum tónlistarmönnum. Haustið…

Hljómsveit Hótel Borgar (1930-50)

Saga hljómsveita Hótel Borgar er margþætt og flókin því að um fjölmargar sveitir er að ræða og skipaðar mörgum meðlimum sem flestir voru framan af erlendir og því eru heimildir afar takmarkaðar um þá, jafnframt störfuðu stundum tvær sveitir samtímis á hótelinu. Eftir því sem Íslendingum fjölgaði í Borgarbandinu eins og sveitirnar voru oft kallaðar…

Hljómsveit Hótel Íslands (1924-42)

Hljómsveitir sem léku á Hótel Íslandi sem staðsett var á horni Aðalstrætis og Austurstrætis (þar sem nú er Ingólfstorg) settu svip sinn á reykvískt tónlistarlíf en hótelið starfaði á árunum 1882 til 1944 þegar það brann til kaldra kola á örskammri stundu. Eftir því sem heimildir herma léku hljómsveitir léttklassíska tónlist síðari part dags og…

Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar (1932-55)

Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar er um margt merkileg hljómsveit eða öllu heldur hljómsveitir því í raun var um að ræða nokkrar sveitir skipaðar mismunandi mannskap hverju sinni og allt frá því að vera tríó og upp í fimmtán manna sveit. Hún var aukinheldur fyrsta danshljómsveit Íslands og að öllum líkindum fyrsta hljómsveit sinnar tegundar sem hafði…

Hljómsveit Carls Billich (1937-40 / 1947-57)

Hljómsveitir Carls Billich voru margar en segja má að tvær þeirra hafi haft hvað lengstan starfsaldur, aðrar sveitir í hans nafni virðast flestar vera settar saman fyrir verkefni eins og tónleika og leiksýningar, jafnvel fyrir stöku plötuupptökur en hljómsveitir í nafni Carls léku inn á fjölmargar hljómplötur á sjötta áratugnum. Austurríski píanóleikarinn Carl Billich kom…

Afmælisbörn 31. maí 2024

Sjö tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu hjá Glatkistunni í dag: Kjartan Valdemarsson píanó- og hljómborðsleikari er fimmtíu og sjö ára gamall í dag. Kjartan er fjölhæfur tónlistarmaður og hefur leikið á fjölda poppplatna allt frá árinu 1984 þegar fyrst heyrðist til hans á safnplötum, hann hefur verið í mörgum þekktum hljómsveitum eins og Todmobile en…

Hljómsveit Baldurs Kristjánssonar (1946-63)

Saga Hljómsveitar Baldurs Kristjánssonar píanóleikara er nokkuð löng og um leið flókin því Baldur starfrækti hljómsveitir á ýmsum tímum í eigin nafni en einnig aðrar sveitir undir öðrum nöfnum sem í heimildum eru gjarnan kallaðar hljómsveit Baldurs Kristjánssonar, hér verður þó eftir fremsta megni reynt að setja saman nokkuð heildstæða mynd af þeim sveitum sem…

Hljómsveit Árna Björnssonar (1934-36)

Hljómsveit Árna Björnssonar starfaði um tveggja til þriggja ára skeið og virðist hafa farið og leikið fyrir dansi og á tónleikum víða um land á árunum 1934 til 36. Meðlimir sveitarinnar voru allir lærðir tónlistarmenn og áttu eftir að vera áberandi í klassíska geira tónlistarinnar og létu það ekki eftir sér að leika léttari tónlist,…

Hljómsveit Arthurs Rosebery (1934-35)

Erfitt er að afla upplýsinga um hljómsveit (hljómsveitir) sem starfaði á Hótel Borg árið 1934 og 35 en hún var kennd við breska píanóleikarann Arthur Rosebery sem kom hingað til lands í tvígang og stjórnaði danshljómsveit á Borginni. Hljómsveitir sem léku á Hótel Borg á þeim tíma gengu yfirleitt undir nafninu Borgarbandið, þær voru iðulega…

Blue boys (1935-38)

Hljómsveitin Blue boys var meðal fyrstu djasssveita sem störfuðu hér á landi en aðalvígi sveitarinnar var Iðnó. Sveitin var stofnuð haustið 1935 af Henna Rasmus píanóleikara og lagahöfundi sem þá var nýkominn hingað heim frá Þýskalandi þar sem hann var við nám. Aðrir meðlimir Blue boys voru Skafti Sigþórsson saxófón- og trompetleikari, Adolf Theódórsson saxófónleikari,…

Fjarkinn [1] (1948-50)

Fjarkinn var strokkvartett sem kom nokkrum sinnum fram í útvarpi og við önnur tækifæri í kringum 1950. Kvartettinn skipuðu þeir Sveinn Ólafsson lágfiðluleikari, Jóhannes Eggertsson sellóleikari og fiðluleikararnir Óskar I. Cortes og Þorvaldur Steingrímsson. Fjarkinn var stofnaður sumarið 1948 og starfaði líklega til 1950 þegar Sinfóníuhljómsveit Íslands var stofnuð en þá mun eftirspurn eftir slíkum…

Hljómsveit Aage Lorange (1931-61)

Hljómsveit Aage Lorange er án efa ein lífseigasta hljómsveit íslenskrar tónlistarsögu, a.m.k. hvað óslitna spilamennsku varðar en hún starfaði samfleytt við vinsældir í um þrjátíu ár, á þeim árum léku hljómsveitir sem þessar flest kvöld vikunnar. Sveitin var stofnuð af Aage Lorange (1907-2000) árið 1931 til að leika í Iðnó en upphaflegir meðlimir voru auk…

Hljómsveit Olferts Nåby (1935)

Danskur tónlistarmaður, Olfert Nåby (Naaby) starfrækti hér á landi hljómsveit árið 1935 sem starfaði á Siglufirði mitt á miðjum síldarárunum, hana skipuðu Jóhannes Eggertsson sellóleikari, Kristján Elíasson harmonikkuleikari og Olav Dypdal harmonikkuleikari, auk Nåbys sem lék á píanó.