Blue boys (1935-38)

Hljómsveitin Blue boys var meðal fyrstu djasssveita sem störfuðu hér á landi en aðalvígi sveitarinnar var Iðnó. Sveitin var stofnuð haustið 1935 af Henna Rasmus píanóleikara og lagahöfundi sem þá var nýkominn hingað heim frá Þýskalandi þar sem hann var við nám. Aðrir meðlimir Blue boys voru Skafti Sigþórsson saxófón- og trompetleikari, Adolf Theódórsson saxófónleikari,…

Fjarkinn (1948-50)

Fjarkinn var strokkvartett sem kom nokkrum sinnum fram í útvarpi og við önnur tækifæri í kringum 1950. Kvartettinn skipuðu þeir Sveinn Ólafsson lágfiðluleikari, Jóhannes Eggertsson sellóleikari og fiðluleikararnir Óskar I. Cortes og Þorvaldur Steingrímsson. Fjarkinn var stofnaður sumarið 1948 og starfaði líklega til 1950 þegar Sinfóníuhljómsveit Íslands var stofnuð en þá mun eftirspurn eftir slíkum…

Hljómsveit Aage Lorange (1931-61)

Hljómsveit Aage Lorange er án efa ein lífseigasta hljómsveit íslenskrar tónlistarsögu, a.m.k. hvað óslitna spilamennsku varðar en hún starfaði samfleytt við vinsældir í um þrjátíu ár, á þeim árum léku hljómsveitir sem þessar flest kvöld vikunnar. Sveitin var stofnuð af Aage Lorange (1907-2000) árið 1931 til að leika í Iðnó en upphaflegir meðlimir voru auk…

Hljómsveit Olferts Nåby (1935)

Danskur tónlistarmaður, Olfert Nåby (Naaby) starfrækti hér á landi hljómsveit árið 1935 sem starfaði á Siglufirði mitt á miðjum síldarárunum, hana skipuðu Jóhannes Eggertsson sellóleikari, Kristján Elíasson harmonikkuleikari og Olav Dypdal harmonikkuleikari, auk Nåbys sem lék á píanó.