Tónlistarfólk sem lést á árinu 2024

Við áramót er við hæfi að líta um öxl og minnast þeirra sem látist hafa á líðandi ári, og líkt og undanfarin áramót vill Glatkistan heiðra minningu tónlistarfólks sem létust á árinu 2024. Á listanum hér að neðan eru nöfn slíkra 21 tónlistarmanna og -kvenna sem komu að tónlist með einum eða öðrum hætti. Arthur…

Afmælisbörn 22. nóvember 2024

Afmælisbörn dagsins eru fimm að þessu sinni: Hörður Áskelsson kórstjórnandi og organisti er sjötíu og eins árs í dag. Hörður var stofnandi Mótettukórs Hallgrímskirkju og Schola Cantorum sem hafa gefið út fjölda platna, hann var ennfremur organisti Hallgrímskirkju í áratugi og hefur leikið á og gefið út plötur einn og í samstarfi við aðra, auk…

Jón Hallfreð Engilbertsson (1955-2024)

Jón Hallfreð Engilbertsson var áberandi í vestfirsku tónlistarstarfi um árabil, starfaði með fjölda hljómsveita og tók virkan þátt í tónlistar- og leiksýningum sem settar voru upp á Ísafirði, hann var jafnframt laga- og textahöfundur en fátt eitt hefur komið út af því efni. Jón Hallfreð (Halli) var fæddur á Ísafirði en ólst upp á Tirðilmýri…

Söngfjelagið úr Neðsta (1996-2001)

Sönghópur starfaði um fimm ára skeið um aldamótin 2000 á Ísafirði undir nafninu Söngfjelagið úr Neðsta. Söngfjelagið úr Neðsta mun hafa verið stofnað í Neðstakaupstað á Ísafirði vorið 1996 í tengslum við sumarhátíð fyrir vestan en hópurinn hlaut reyndar ekki nafn fyrr en um ári síðar, um páskana 1997 þegar hann kom fram á dagskrá…

Gancía (1979-80)

Ísfirska hljómsveitin Gancía (Gancia) var starfrækt í lok áttunda áratugar síðustu aldar, líklega 1979 og 80. Sveitin var stofnuð síðla sumars 1979 og voru meðlimir hennar þá Ásthildur Cesil Þórðarsdóttir söngkona, Sigurður Rósi Sigurðsson gítarleikari, Jón Hallfreð Engilbertsson gítarleikari [?], Halldór Guðmundsson trommuleikari og Þorsteinn Bragason bassaleikari [?]. Ekki liggur fyrir hversu lengi Gancía starfað…

Gabríel [1] (1980-82 / 2002-03)

Ísfirska hljómsveitin Gabríel starfaði í nokkur ár og var þá öflug í ballspilamennskunni á Vestfjörðum. Sveitin var stofnuð haustið 1980 á Ísafirði og voru Guðmundur Hjaltason söngvari og Kristinn Níelsson gítarleikari þar fremstir í flokki, aðrir meðlimir voru Alfreð Erlingsson hljómborðsleikari, Hólmgeir Baldursson trommuleikari og Þorsteinn Bragason bassaleikari, Jón Hallfreð Engilbertsson mun hafa tekið við…

Trió ´72 (1972-93)

Tríó ´72 starfaði í um tvo áratugi undir styrkri stjórn Bjarna Sigurðssonar harmonikkuleikara frá Geysi en það gekk einnig undir nöfnunum Tríó ´87, Tríó ´88 og Tríó ´92 eftir auglýsingum hvers tíma fyrir sig að dæma. Bjarni Sigurðsson stofnaði sveitina 1972 og lék sjálfur á harmonikku og bassa en með honum í byrjun voru Grétar…

Hljómsveit Ásgeirs Sverrissonar (1964-80)

Hljómsveit Ásgeirs Sverrissonar harmonikkuleikara sérhæfði sig í gömlu dönsunum um árabil, lengst af í Þórscafé, og var með langlífari sveitum í bransanum. Sveitin var stofnuð 1964 og starfaði sleitulaust til 1975 en eitthvað slitrótt eftir það, hún starfaði þó að minnsta kosti til 1980 en þá var hún líkast til endanlega hætt. Sveitin kom aftur saman…