Afmælisbörn 20. nóvember 2025

Í dag eru fjögur tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar. Tónlistarmaðurinn og tónskáldið Helgi Hrafn Jónsson er fjörutíu og sex ára gamall. Helgi Hrafn kemur af Seltjarnarnesinu þar sem hann steig sínu fyrstu tónlistarspor með hljómsveitinni Bossanova og Lúðrasveit æskunnar en hefur einnig starfað með Aton og fleiri sveitum. Hann nam básúnuleik í Austurríki en spilar…

Hvísl [1] (1985-2007)

Þjóðlagahljómsveit sem bar nafnið Hvísl starfaði á höfuðborgarsvæðinu um árabil, reyndar með hléum en þessi sveit lék töluvert á pöbbum auk þess að leika á tónlistarhátíðum erlendis. Það mun hafa verið Hilmar J. Hauksson sem stofnaði sveitina á fyrri hluta ársins 1985 og fékk til liðs við sig Sigurð Inga Ásgeirsson bassaleikara en sá hafði…

Splitt (1996)

Á fyrri hluta ársins 1996 starfaði að því er virðist skammlíf sveit undir nafninu Splitt og lék hún fyrir dansi á höfuðborgarsvæðinu. Meðlimir Splitt voru þeir Þröstur Guðmundsson, Kjartan Baldursson, Sigurður Lúðvíksson og Vilberg Guðmundsson en ekki liggur fyrir hver hljóðfæraskipan sveitarinnar var og er því óskað eftir þeim hér með.

Grunaðir um tónlist (1991-95)

Keflvíska hljómsveitin Grunaðir um tónlist starfaði um árabil á tíunda áratug síðustu aldar og var um tíma nokkuð virk í spilamennskunni, bæði á heimaslóðum í Keflavík og á höfuðborgarsvæðinu. Meðlimir sveitarinnar sem var líklega stofnuð haustið 1991, voru þeir Svanur Leó Reynisson gítarleikari og söngvari, Sveinn Björgvinsson (Svenni Björgvins) gítarleikari og söngvari einnig, Júlíus Jónasson…

Gleðigjafar [1] (1991-2003)

André Bachmann starfrækti um árabil hljómsveit sem bar nafnið Gleðigjafar (einnig oft kölluð Gleðigjafarnir), sveitin hafði m.a. þá föstu punkta í starfsemi sinni að leika á dansleikjum fyrir fatlaða annars vegar og börn á Barnaspítala Hringsins hins vegar. Upphaf sveitarinnar má líklega rekja allt til haustsins 1991 en þá mun hún hafa komið fyrst fram,…

Miðlarnir (1983-86)

Hljómsveitin Miðlarnir (ýmist nefnd Miðlar eða Miðlarnir) starfaði í Keflavík á árunum 1983 til 85 og lék mestmegnis á þeim slóðum, þó lék hún á dansleikjum s.s. í Vestmannaeyjum, Akranesi og víðar. Guðbrandur Einarsson hljómborðsleikari, Guðmundur Hermannsson söngvari, Davíð Karlsson trommuleikari, Sveinn Björgvinsson gítarleikari og Kjartan Baldursson bassaleikari skipuðu sveitina, sem stofnuð var haustið 1983.…

Rómeó [1] (1981-83)

Í upphafi níunda áratugar síðustu aldar var starfandi danshljómsveit (tríó) á höfuðborgarsvæðinu undir nafninu Rómeó. Meðlimir sveitarinnar haustið 1981 voru Kjartan Baldursson bassa- og gítarleikari, Albert Ingason trommuleikari og Halldór Svavarsson hljómborðs- og gítarleikari en sá síðast taldi gæti einnig hafa leikið á harmonikku þegar svo bar undir. Engar upplýsingar liggja fyrir um mannabreytingar í…