Söngfélag Stóra-Núpskirkju (1954-)

Söngfélag Stóra-Núpskirkju (Kirkjukór Stóra-Núpskirkju) er um margt merkilegur kór en hann hefur starfað samfellt frá árinu 1954. Söngfélag Stóra-Núpskirkju var stofnað haustið 1954 og var alla tíð hugsað sem blandaður kirkjukór við Stóra-Núpssókn í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Það var Kjartan Jóhannesson organisti við kirkjuna sem stofnaði kórinn sem strax hafði að geyma tuttugu og átta…

Strákabandið (1989-2017)

Hljómsveitin Strákabandið starfaði innan Harmonikufélags Þingeyinga, var þar yfirleitt nokkuð virk enda var töluverð endurnýjun meðal meðlima sveitarinnar. Hún sendi frá sér tvær plötur. Strákabandið var eins og reyndar mætti giska á, skipuð hljóðfæraleikurum í eldri kantinum en sveitin hafði í raun verið starfandi síðan Harmonikufélag Þingeyinga var stofnað 1978, þá hafði verið stofnuð hljómsveit…

Blúsband Jóns Baldurs (?)

Blúsband Jóns Baldurs (Blúsband JB) var einhvers konar afsprengi hljómsveitarinnar Grasrex sem starfað hafði árið 1974 og var annar fyrirrennara hljómsveitarinnar Diabolus in musica. Engar upplýsingar er að hafa um hvenær Blúsband Jóns Baldurs starfaði en það ku hafa verið löngu síðar en Grasrex starfaði, meðlimir Grasrex voru Páll Torfi Önundarson gítarleikari, Kjartan Jóhannesson gítarleikari,…

Grasrex (1974)

Hljómsveitin Grasrex starfaði 1974 og vann sér helst til frægðar að leika með söngtríóinu Gabríellunum á söngskemmtunum í Menntaskólanum við Hamrahlíð, hvar sveitarmeðlimir voru í námi. Hópurinn kom oft fram undir nafninu Gabríellurnar og Grasrex, og síðar átti hluti hans eftir að sameinast í Diabolus in musica. Nafnið Grasrex mun upphaflega verið komið til fyrir…