Spilaborgin [1] (1993-94)

Hljómsveitin Spilaborgin lék töluvert á öldurhúsum höfuðborgarsvæðisins árin 1993 og 94 og hafði á boðstólum blöndu af djassi og blús en einnig frumsamið efni. Sveitin kom fram á sjónarsviðið haustið 1993 og voru meðlimir hennar í upphafi þau Ásdís Guðmundsdóttir söngkona, George Grosman gítarleikari, Pétur Kolbeinsson bassaleikari og Guðjón B. Hilmarsson trommuleikari en flest þeirra…

Spegill spegill (1981-82)

Hljómsveitin Spegill spegill starfaði í nokkra mánuði á höfuðborgarsvæðinu veturinn 1981-82 og lék frumsamda tónlist á nokkrum tónleikum, einkum í félagsmiðstöðvum en einnig á N.E.F.S. samkomu í Félagsstofnun stúdenta. Sveitina skipuðu þau Jóhannes Grétar Snorrason gítarleikari, Einar Sigurðsson bassaleikari og söngvari, Gísli Kristinn Skúlason trommuleikari og Kristín Þorsteinsdóttir hljómborðsleikari. Spegill spegill lék rokk sem teygði…

Ótukt (1996-2000)

Gleðisveitin Ótukt var starfrækt um nokkurra ára skeið fyrir aldamótin síðustu. Sveitin var kvennasveit og gerði út á að spila ábreiðulög sem aðrar sveitir höfðu ekki endilega á prógrammi sínu. Sveitin var upphaflega sett saman fyrir eina stutta uppákomu um haustið 1996 en hlaut svo góðar undirtektir að ekki var aftur snúið og hún starfaði…

Harmslag (1996-2000)

Dúettinn Harmslag starfaði á árunum 1996 til 2000 en hann var skipaður tvíeykinu Böðvari Magnússyni harmonikkuleikara og Kristínu Þorsteinsdóttur (Stínu bongó) congas trommuleikara. Þau tvö léku víða á skemmtunum og fyrir matargesti fyrir aldamót þar sem þau færðu þekk lög, íslensk sem erlend, í suður-amerískan búning.