Múldýrið (1993-97)

Hljómsveitin Múldýrið starfaði um nokkurra ára skeið í lok síðustu aldar, í henni voru nokkrir síðar þekktir tónlistarmenn. Sveitin var stofnuð sem tríó sem spilaði pönk (árið 1993) en ekki liggur fyrir hverjir skipuðu sveitina þá, Svavar Pétur Eysteinsson (Prins Póló) var þó væntanlega einn þeirra því hann var forsprakki sveitarinnar alla tíð. Fyrst um…

Mug (1990-2006)

Hljómsveitin Mug var eins konar leynihljómsveit, hún starfaði lengst af neðanjarðar og kom tvívegis að minnsta kosti upp á yfirborðið, annars vegar með tveggja laga spólurúllu og hins vegar fimmtán laga plötu. Sveitin var stofnuð 1990 í Bústaðahverfinu og voru meðlimir hennar þeir Emil Örn Evertsson, Árni Þór Árnason og Guðni Rafn Gunnarsson nemendur í…

Botnleðja (1994-)

Botnleðja er vafalaust með merkustu rokksveitum íslenskrar tónlistarsögu, sveitinni skaut hratt á stjörnuhimininn þegar hún sigraði Músíktilraunir og á eftir fylgdu draumar um meik í útlöndum og nokkrar plötur sem hlutu frábæra dóma og viðurkenningar. Haraldur Freyr Gíslason trommuleikari, Heiðar Örn Kristjánsson söngvari og gítarleikari og Ragnar Páll Steinsson bassaleikari, stofnuðu sveitina síðla árs 1994…

Emmett (1997)

Hljómsveitin Emmett starfaði ekki lengi en hafði á að skipa nokkrum meðlimum sem síðar urðu þekktir í íslensku tónlistarlífi. Sveitin starfaði 1997 og náði að koma út tveimur lögum á safnplötunni Spírur þá um haustið. Þá var sveitin skipuð þeim Elísabetu Ólafsdóttur söngkonu (Betu rokk), Pétri Heiðari Þórðarsyni gítarleikara, Svavari Pétri Eysteinssyni hljómborð- og gítarleikara…