Stubbi og Stuðkarlarnir (1983)
Siglfirska hljómsveitin Stubbi og Stuðkarlarnir starfaði um nokkurra mánaða skeið árið 1983, hún náði á stuttum starfstíma að senda frá sér tveggja laga plötu. Stubbi og Stuðkarlarnir var stofnuð snemma árs 1983 á Siglufirði og voru meðlimir sveitarinnar þeir Kristbjörn Bjarnason (Stubbi) söngvari, Leó R. Ólason hljómborðsleikari, Ingi Lárus Guðmundsson gítarleikari og Viðar Bergþór Jóhannsson…