Afmælisbörn 9. nóvember 2021

Leó R. Ólason

Eitt afmælisbarn kemur við tónlistarsögu Glatkistunnar í dag:

Leó (Reynir) Ólason hljómborðsleikari frá Siglufirði er sextíu og sex ára gamall á þessum degi, hann hefur komið víða við á hljómsveitaferli sínum og hefur leikið með sveitum eins og Frum, Hendrix, Vönum mönnum og Miðaldamönnum auk fleiri. Leó hefur jafnframt gefið út efni í eigin nafni og haft veg og vanda af útgáfu platna sem tengjast heimabæ hans, Siglufirði.

Vissir þú að Jörmundur Ingi Hansen fyrrverandi allsherjargoði var útgefandi smáskífunnar með laginu Friður á jörð (Give peace a change) árið 1970?