Afmælisbörn 9. nóvember 2019

Leó R. Ólason

Eitt afmælisbarn kemur við tónlistarsögu Glatkistunnar í dag:

Leó (Reynir) Ólason hljómborðsleikari frá Siglufirði er sextíu og fjögurra ára gamall á þessum degi, hann hefur komið víða við á hljómsveitaferli sínum og hefur leikið með sveitum eins og Frum, Hendrix, Vönum mönnum og Miðaldamönnum auk fleiri. Leó hefur jafnfram haft veg og vanda af útgáfu platna sem tengjast heimabæ hans, Siglufirði.