Hver sagði skál? (1989-92)

Hljómsveitin Hver sagði skál? starfaði innan Menntaskólans að Laugarvatni um þriggja ára skeið, á árunum 1989 til 1992. Sveitina skipuðu þeir Hjörtur Freyr Vigfússon söngvari og gítarleikari, Svanur Þór Karlsson trommuleikari, Sigurður Már Gunnarsson bassaleikari og Sigmundur Sigurgeirsson hljómborðsleikari. Á einhverjum tímapunkti voru þeir Steinþór Eiríksson og Valdimar Steinar Einarsson starfandi söngvarar hljómsveitarinnar og um…

Hrafnar [1] (1965-66)

Veturinn 1965-66 var starfandi hljómsveit innan Menntaskólans á Laugarvatni undir nafninu Hrafnar, þar var á ferð hluti hljómsveitarinnar Mono system sem hafði starfað innan skólans veturinn á undan en með mannabreytingunum var ákveðið að skipta um nafn og taka upp Hrafna-nafnið. Meðlimir Hrafna voru þeir Þorvaldur Örn Árnason bassaleikari, Páll V. Bjarnason orgelleikari, Jón Páll…

Söngkvartett ML (1960-68)

Innan Menntaskólans á Laugarvatni störfuðu söngkvartettar stóran hluta sjöunda áratugar síðustu aldar og hefur Glatkistan upplýsingar um nokkra slíka. Sá fyrsti var starfandi um 1960 og hann skipuðu þeir Gestur Steinþórsson fyrsti tenór, Sigurður Rúnar Símonarson annar tenór, Þórhallur Hróðmarsson fyrsti bassi og Sigurjón Jónsson annar bassi. Ingimar Eydal annaðist undirleik og æfði kvartettinn. Næsti…

Skólahljómsveitir Menntaskólans á Laugarvatni (1958-)

Menntaskólinn á Laugarvatni (ML) hafði lengi þá sérstöðu meðal menntaskóla að vera afskekktari en aðrir slíkir og því var jafnan lögð á það áhersla að hljómsveit væri starfandi innan skólans svo ekki þyrfti að sækja hljómsveitir um lengri vegalengdir til að leika á dansleikjum og öðrum skemmtunum. Menntaskólinn að Laugarvatni var stofnaður 1953 og fljótlega…

Sjáumst í sundi (1991-94)

Hljómsveitin Sjáumst í sundi (einnig nefnd SSund) starfaði við Menntaskólann á Laugarvatni á árunum 1991 til 94, hugsanlega lengur og lék bæði á dansleikjum innan skólans og utan hans, var m.a. fastur liður á útihátíðinni Bubbu sem fyrrverandi nemendur skólans héldu úti um nokkurra ára skeið. Meðlimir sveitarinnar voru Ívar Þormarsson söngvari og gítarleikari, Daði…

Saktmóðigur (1991-)

Hljómsveitin Saktmóðigur telst til pönkssveita og sé eingöngu tekið mið af þeim sveitum sem starfað hafa samfleytt er hún líklega langlífust allra slíka hérlendis. Á starfstíma sínum hefur Saktmóðigur sent frá sér fjölda platna og fátt bendir til þess að sveitin hætti störfum í bráð. Það mætti e.t.v. segja að tilviljun hafi ráðið því að…

Frostaveturinn mikli 1918 (1968-69)

Veturinn 1968-69 starfaði skólahljómsveit við Menntaskólann að Laugarvatni undir nafninu Frostaveturinn mikli 1918. Meðlimir þessarar sveitar munu hafa verið Guðmundur Benediktsson söngvari og gítarleikari (Mánar o.fl.), Atli Guðmundsson söngvari og gítarleikari, Ólafur Örn Ingólfsson [bassaleikari ?], Halldór Gunnarsson hljómborðsleikari og Bjarni F. Karlsson trommuleikari. Eins gætu þeir Snorri Ölversson gítarleikari og Þórhallur V. Þorvaldsson bassaleikari…

Mono system (1964-65)

Hljómsveitin Mono system (Monosystem) var eins konar skólahljómsveit innan Menntaskólans á Laugarvatni veturinn 1964-65. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Þorvaldur Örn Árnason bassaleikari, Stefán Ásgrímsson gítarleikari, Jens Þórisson gítarleikari, Páll V. Bjarnason hljómborðsleikari og Guðmundur Harðarson trommuleikari. Mono system lék á dansleikjum og öðrum samkomum mestmegnis innan ML og annarra skóla í héraðinu þennan vetur, en…

Vinir og vandamenn [1] (1966-67)

Veturinn 1966-67 starfaði bítlahljómsveit við Menntaskólann á Laugarvatni og bar hún heitið Vinir og vandamenn, hún mun hafa verið stofnuð upp úr Hröfnum sem einnig starfaði við skólann. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Atli Gunnar Guðmundsson söngvari og gítarleikari, Einar Örn Guðjohnsen trommuleikari, Þorvaldur Örn Árnason bassasleikari og Hafsteinn Guðfinnsson gítarleikari. Líklega var Sverrir Kristinsson gítarleikari…

Blóm afþökkuð (1967-68)

Bítlasveitin Blóm afþökkuð starfaði innan Menntaskólans á Laugarvatni vorið 1967 og síðan veturinn 1967-68. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Björn Bergsson söngvari og gítarleikari, Bjarni Fr. Karlsson trommuleikari, Guðmundur Svavarsson bassaleikari og Sverrir Kristinsson söngvari og gítarleikari. Þá gætu Þorvaldur Örn Árnason bassaleikari og Einar Örn Stefánsson trommuleikari einnig hafa komið við sögu hennar.