Skólahljómsveitir Tónlistarskólans á Akureyri (1956-)

Innan Tónlistarskólans á Akureyri (Tónlistarskóla Akureyrar) hefur jafnan verið blómlegt hljómsveitastarf og voru áttundi og níundi áratugur síðustu aldar einkar blómlegir hvað það varðar, erfitt er að henda reiður á fjölda þeirra því þær hafa verið af alls konar tagi og af ýmsum stærðum. Tónlistarskólinn á Akureyri var stofnaður 1946 og þrátt fyrir að eiginleg…

Samkórinn Björk (1983-2020)

Samkórinn Björk starfaði í um þrjá áratugi og var áberandi í sönglífi Austur-Húnvetninga á þeim tíma, kórinn sendi frá sér eina plötu. Það var hópur innan Tónlistarfélags Austur-Húnavatnssýslu sem hafði frumkvæði að því að Samkórinn Björk var stofnaður á Blönduósi haustið 1983 en nafn kórsins kemur frá húsi sem bar nafnið Björk, og hýsti tónlistarskólann…

Gammar [1] (1974-77)

Söngkvintett starfaði á Akureyri á árunum 1974 til 1977 undir nafninu Gammar. Gammarnir munu hafa komið fram opinberlega á nokkrum söngskemmtunum nyrðra áður en kvintettinn kom fram í sjónvarpsþætti síðsumars 1975. Þær sjónvarpsupptökur eru nú glataðar eins og svo margt frá upphafsárum Ríkissjónvarpsins en einhverjar upptökur frá æfingum hópsins hafa verið varðveittar. Annars sungu Gammar…

Mánakórinn [1] (1990-97)

Mánakórinn var blandaður kór sem starfaði í Eyjafirðinum um nokkurra ára skeið. Kórinn var stofnaður haustið 1990 og var fyrsti stjórnandi kórsins Michael A. Jacques, Gordon Jack tók fljótlega við af honum en Michael Jón Clarke var síðan kórstjóri frá 1994 og þar til hann hætti störfum um áramótin 1997-98. Mánakórinn var yfirleitt skipaður um…

Raddbandið [3] (1986-87)

Sönghópurinn Raddbandið var söngkvartett starfandi norðan heiða um miðbik níunda áratugar tuttugustu aldarinnar. Raddbandið var stofnað á Akureyri haustið 1986 og voru meðlimir þess læknarnir og nafnarnir Ásgeir Bragason og Ásgeir Böðvarsson, og tónlistarkennararnir Jón Hlöðver Áskelsson og Michael Jón Clarke. Komu þeir fram við ýmis tækifæri á Akureyri veturinn 1986-87. Um haustið 1987 fóru…