Neistar [1] (1964)

Elstu heimildir um hljómsveit að nafni Neistar er að finna frá haustinu 1964 en þá lék sveit með því nafni í félagsheimilinu Egilsbúð í Neskaupstað. Hér er því giskað á að Neistar hafi verið af Austurlandi. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi þessarar sveitar en Sigríður Rockley er auglýst sem söngkona með henni, hún…

Neistar [2] (1966-68)

Hljómsveitin Neistar frá Sauðárkróki starfaði um eða eftir miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Eini kunni meðlimur sveitarinnar er skagfirski tónlistarmaðurinn Hörður G. Ólafsson gítarleikari sem samdi m.a. Eurovision-framlagið Eitt lag enn og hefur verið í fjölda hljómsveita, en hann mun hafa verið í Neistum um tveggja ára skeið ungur að árum, er tímabilið 1966-68 hrein…

Neistar [3] (1973-2011)

Þekktust þeirra hljómsveita sem gengið hafa undir nafninu Neistar er án efa sú sveit sem Karl Jónatansson harmonikkuleikari starfrækti í áratugi. Neistar sérhæfði sig alla tíð í gömlu dönsunum og harmonikkutónlist en fyrstu heimildir um hana er að finna frá vorinu 1973 en þá var hún fjögurra manna. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi…

Neistar [4] (1975)

Hljómsveitin Neistar starfaði á Patreksfirði árið 1975 en þar með eru allar upplýsingar um sveitina upp taldar. Frekari heimildir um þess vestfirsku sveit óskast sendar Glatkistunni.

Kristbjörg Löve (1947-2002)

Söngkonan Kristbjörg (Didda) Þorsteinsdóttir Löve var mörgum unnendum gömlu dansanna kunn en hún var söngkona í mörgum vinsældum danshljómsveitum á áttunda og níunda áratug 20. aldarinnar. Kristbjörg (f. 1947) hóf að syngja með danshljómsveitum um 1970, fyrst með G.P. kvintettnum en síðar með ýmsum sveitum eins og hljómsveitum Gunnars Ormslev, Jóns Páls Bjarnasonar (á Hótel…