Shady Owens (1949-)

Söngkonan Shady Owens gerði garðinn frægan hér á Íslandi á sjöunda áratugnum og fram á þann áttunda, söng þá með fjórum af vinsælustu hljómsveitum þess tíma og var um tíma nánast eina söngkonan hérlendis sem söng popptónlist – og e.t.v. má segja að hún hafi rutt brautina fyrir aðrar slíkar. Minna fór fyrir henni síðar…

Finnur Torfi Stefánsson (1947-)

Óhætt er að segja að leið Finns Torfa Stefánssonar liggi víða í tónlistlegu samhengi, í gegnum unglingsárin starfaði hann með gítar- og bítlasveitum, síðan tók hippatónlistin og proggið við áður en hann tók sér hlé frá tónlistinni til að sinna öðrum hlutum, en síðan nam hann tónfræði og tónsmíðar og hefur á síðari árum birst…

Valur Emilsson (1947-2011)

Söngvarinn og gítarleikarinn Valur Emilsson úr Keflavík kom við sögu í tveimur vinsælum hljómsveitum á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar en var lítið viðloðandi tónlist að öðru leyti. Valur Emilsson (f. 1947) vakti fyrst athygli með hljómsveitinni Óðmönnum (hinum fyrri) sem stofnuð var í Keflavík um áramótin 1965-66, þar var hann gítarleikari en sveitin…

Óðmenn (1966-68 / 1969-70)

Óðmenn voru í raun tvær hljómsveitir þó að hér sé fjallað um hana sem eina, Jóhann G. Jóhannsson myndaði þær báðar en þær voru að öðru leyti alls óskyldar, bæði meðlima- og tónlistarlega séð. Síðari útgáfa hennar var að mörgu leyti frumkvöðlasveit í margs konar skilningi og starfaði að flestra mati í allt of skamman…

Jóhann G. Jóhannsson [1] (1947-2013)

Jóhann G. Jóhannsson telst án efa meðal stærstu nafna í íslenskri tónlistarsögu en hann lék og söng með mörgum af þekktustu hljómsveitunum á uppgangsárum hippa- og rokktímans auk þess sem hann átti farsælan sólóferil, aukinheldur er hann meðal þekktustu lagahöfundum þjóðarinnar og skipta lög hans hundruðum. Jóhann (Georg) Jóhannsson fæddist í Ytri Njarðvík og fékk…