Húnar [2] (1970)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Húnar og lék á sjómannadagsdansleik á Ólafsfirði árið 1970, ólíklegt er að um sömu sveit sé að ræða og starfaði á Eskifirði undir sama nafni þremur árum fyrr. Húnar voru að öllum líkindum frá Ólafsfirði eða nærsveitum, jafnvel úr Húnavatnssýslunni sé mið tekið af nafni sveitarinnar…

Hljómleikafélagið í Ólafsfirði [félagsskapur] (1995)

Óskað er eftir upplýsingum um tónlistartengdan félagsskap í Ólafsfirði sem gekk undir nafninu Hljómleikafélagið í Ólafsfirði en félagið stóð fyrir tónleikahaldi árið 1995 þar sem klassísk tónlist var á boðstólum. Ekki liggja fyrir neinar frekari upplýsingar um þennan félagsskap.

Smjattpattarnir (2003)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um rappdúett sem starfaði á Ólafsfirði árið 2003 undir nafninu Smjattpattarnir en þeir sendu frá sér að minnsta kosti eitt lag til spilunar, hugsanlega fleiri.

Skuggar [10] (1966)

Árið 1966 starfaði hljómsveit á norðanverðu landinu, hugsanlega Ólafsfirði undir nafninu Skuggar. Glatkistan óskar eftir upplýsingum um þessa sveit, hverjir skipuðu hana og um hljóðfæraskipan hennar en það eina sem finnst um hana er að söngvari hennar hét Sigvaldi, hún var því eitthvað auglýst undir nafninu Skuggar og Sigvaldi.

Samkór verkalýðsfélaganna í Ólafsfirði (um 1945)

Um miðjan fimmta áratug síðustu aldar starfaði á Ólafsfirði blandaður kór sem hugsanlega var kallaður Samkór verkalýðsfélaganna í Ólafsfirði. Tildrög hans voru þau að Sigursveinn D. Kristinsson stjórnaði blönduðum kór á hátíðarhöldum á Ólafsfirði sem haldin voru í tilefni af Lýðveldishátíðinni 1944. Eftir þau hátíðarhöld starfaði kórinn eitthvað áfram, að öllum líkindum undir fyrrgreindu nafni…

Bræðrabandið [10] (2017-)

Litlar upplýsingar er að finna um tríó bræðra á Ólafsfirði sem kallar sig Bræðrabandið og hefur komið fram í nokkur skipti, frá árinu 2017 að minnsta kosti. Þeir bræður, Björn Þór, Stefán Víglundur og Guðmundur Ólafssynir hafa sent frá sér plötu sem hefur að geyma tuttugu og níu lög úr ýmsum áttum en platan ber…

Tríó Jóns Árnasonar (1954)

Harmonikkuleikarinn Jón Árnason frá Syðri-Á í Ólafsfirði starfrækti tríó í eigin nafni á sjötta áratug síðustu aldar að minnsta kosti. Árið 1954 myndaði hann tríó sem auk hans skipuðu bróðir hans, Helgi S. Árnason harmonikku- og gítarleikari, og Ásgeir H. Jónsson trommuleikari.

Drengjalúðrasveit Ólafsfjarðar (1971)

Litlar upplýsingar finnast um lúðrasveit drengja sem starfaði norður á Ólafsfirði 1971 en þó er vitað að Magnús Magnússon var stjórnandi hennar það ár. Allar upplýsingar um hversu lengi sveitin starfaði og almennt um tilurð hennar óskast.

Blue north music festival haldin í sextánda skiptið

Tónlistarhátíðin Blue north music festival 2015 verður haldin í menningarhúsinu Tjarnarborg á Ólafsfirði dagana 26. og 27. júní nk. Áherslan hefur alltaf verið á blústónlist á Blue north music festival, og er þessi elsta blúshátíð á Íslandi nú haldin í sextánda skipti. Dagskráin í ár verður með eftirfarandi hætti: Föstudagskvöldið 26. júní leika BBK band…

Ecko (2000)

Hljómsveitin Ecko frá Ólafsfirði vakti nokkra athygli á Músíktilraununum árið 2000 en söngvari sveitarinnar, Gísli Hvanndal Jakobsson var kjörinn besti söngvari keppninnar í það skiptið. Aðrir meðlimir sveitarinnar voru þeir Anton Logi Sveinsson bassi, Magnús Jón Magnússon gítarleikari, Haukur Pálsson trymbill og Tómas Konráð Kolwski hljómborðsleikari en auk þess lék áðurnefndur Gísli einnig á gítar.…