Spur [2] (1995-99)

Hljómsveitin Spur var töluvert áberandi á ballmarkaðnum undir lok síðustu aldar en sveitin sendi frá sér tvö lög á safnplötu, þá naut söngkona sveitarinnar töluverðrar athygli þegar hún fór fyrir hönd Íslands í lokakeppni Eurovision en nokkrir síðar þekktir tónlistarmenn skipuðu reyndar þessa sveit auk hennar. Sveitin starfaði hátt í fjögur ár en þó með…

Sólstrandargæjarnir (1993-2001)

Sólstrandargæjarnir skutust mjög óvænt upp á stjörnuhimininn sumarið 1995 þegar stórsmellurinnn Rangur maður kom út með sveitinni og hljómaði í viðtækjum landsmanna út árið og gerir reyndar af og til ennþá. Sveitin sendi frá sér þrjár skífur á aðeins einu ári og þá fjórðu nokkrum árum síðar. Þótt Sólstrandargæjarnir hafi komið upp á yfirborðið sumarið…

Jazz- og blúshátíð á Blómstrandi dögum

Blús-sveit Jonna Ólafs (Pelican) ásamt Halldóri Bragasyni (Vinir Dóra) verður aðal númer Jazz- og blúshátíðar Hveragerðis þann 14. ágúst næstkomandi. Jonna og félaga þarf vart að kynna enda landsþekktir og margverðlaunaðir blúsarar þar á ferð. Beebee and the Bluebirds koma einnig fram en þar eru á ferðinni ungir og upprennandi tónlistarmenn. Vigdís Ásgeirsdóttir ásamt jazzhljómsveitinni…

Riff Reddhedd (1995-)

Riff Reddhedd frá Hveragerði er ein af þeim ábreiðuhljómsveitum sem hefur alið af sér tónlistarfólk sem síðar hafa skipað öllu þekktari sveitir en slíkar „uppeldisstöðvar“ hafa tíðum reynst góður grunnur fyrir tónlistarmenn í ballgeiranum. Sveitin var að öllum líkindum stofnuð 1995, jafnvel þó fyrr, en meðlimir hennar voru lengstum Árni Ólason bassaleikari (Loðbítlar, 8 villt o.fl.),…

Spark [1] (1993-94)

Hljómsveitin Spark var frá Selfossi og Hveragerði og var starfandi 1993 og 94. Síðarnefnda árið átti sveitin lag á safnplötunni Sándkurl og voru meðlimir hennar Páll Sveinsson trommuleikari, Árni Ólason bassaleikari, Gunnar Ólason gítarleikari, Grétar Einarsson hljómborðsleikari, Elísabet Hólm Júlíusdóttir söngkona, Rakel Magnúsdóttir trompetleikari, Karl Þór Þorvaldsson ásláttarleikari og Óli Ólason söngvari. Önnur heimild segir…