Hersveitin [1] (1982-83)

Veturinn 1982-83 var starfrækt skólahljómsveit við Samvinnuskólann á Bifröst sem bar heitið Hersveitin en þessi sveit lék á dansleikjum og skemmtunum innan skólans þá um veturinn, m.a. í söngvakeppninni Bifróvision sem var árlegur viðburður þar á sínum tíma. Meðlimir Hersveitarinnar voru þau Pálmi B. Almarsson bassaleikari, Halldór Bachmann hljómborðsleikari, Sigurjón Sigurðsson trommuleikari, Ragnar Þ. Guðgeirsson…

Bárðarbúðarböðlarnir (1982-)

Bárðarbúðarböðlarnir hafa starfað með löngum hléum allt frá árinu 1982 og jafnvel lengur en sveitin er vinahópur sem spilar einstöku sinnum við hátíðleg tilefni. Litlar upplýsingar er að finna um þessa sveit en árið 1982 sendi hún frá sér tuttugu laga plötu sem hafði að geyma efni sem tekið var upp í partíum á Snæfellsnesinu…

Nú-jæja (1972-73)

Hljómsveitin Nú-jæja var starfrækt á Hellissandi 1972-73. Sveitin var eins konar skólahljómsveit, skipuð þeim Pálma Almarssyni gítarleikara, Eggerti Sveinbjörnssyni trommuleikara og Hauki Má Sigurðarsyni bassaleikara. Framan af var hún söngvaralaus en Þröstur Kristófersson kom síðar inn sem slíkur. Benedikt Jónsson gekk til liðs við sveitina og spilaði upphaflega á harmonikku en síðan orgel, um svipað…

Útrás [1] (1973-76)

Hljómsveit sem stofnuð var upp úr rústum annarrar, Nú-jæja, frá Hellissandi 1973. Meðlimir hinnar fyrri sveitar voru Pálmi Almarsson gítarleikari, Eggert Sveinbjörnsson trommuleikari og Benedikt Jónsson orgelleikari en auk þeirra bættist nú í hópinn Sigurður Egilsson bassaleikari (Lexía). 1974 kom Ægir Þórðarson gítarleikari í sveitina og spilaði hún víða um land allt til 1976 þegar…