Hljómsveit Þorvaldar Steingrímssonar (1939-91)

Þorvaldur Steingrímsson var fjölhæfur tónlistarmaður, hann var framan af þekktur saxófón- og klarinettuleikari en síðar einnig sem fiðluleikari. Hann starfrækti því ótal danshljómsveitir og strengjasveitir sem léku ólíkar tegundir tónlistar en hljómsveitir hans sem flestar voru skammlífar, enda oftar en ekki settar saman fyrir stök verkefni störfuðu frá því undir lok fjórða áratugarins og allt…

Hljómsveit Oscars Johansen (1911-12)

Oscar Johansen var dansk-sænskur fiðluleikari sem bjó hér á landi og starfaði um þriggja ára skeið á árunum 1909 til 1912, hann kenndi hér á fiðlu en var fyrst og fremst ráðinn hingað til lands til að leika fyrir gesti á Hótel Íslandi en hélt reyndar einnig tónleika víða um land. Oscar stofnaði hljómsveit sem…

Hljómsveit Josef Felzmann (1953-55)

Hljómsveit Austurríkismannsins Josef Felzmann starfaði um tveggja ára skeið um miðbik sjötta áratugarins en Felzmann hafði þá dvalið hér á landi og starfað með hléum síðan 1933. Hljómsveitin hafði mikið að gera við spilamennsku í Tjarnarcafe og við plötuupptökur en hún kom við sögu á nokkrum plötum Alfreðs Clausen Fyrstu heimildir um hljómsveit í nafni…

Hljómsveit Jónatans Ólafssonar (1947-66)

Fjölmargar hljómsveitir störfuðu undir stjórn píanóleikarans og lagahöfundarins Jónatans Ólafssonar en heimildum ber ekki saman um starfstíma hljómsveita hans, þannig er hann ýmist hafa starfrækt hljómsveitir frá árinu 1947 eða 1950 og allt til 1959 eða 1966. Jafnframt er talað um hljómsveit í hans nafni sem starfaði á Hótel Birninum í Hafnarfirði á árunum 1941-45…

Hljómsveit Hótel Heklu (1928-30)

Húshljómsveitir, líklega þrjár eða fjórar talsins störfuðu á Hótel Heklu sem staðsett var við Lækjartorg, í kringum 1930. Upplýsingar um þær sveitir eru þó afar takmarkaðar. Fyrst virðist hafa starfað hljómsveit á Hótel Heklu árið 1928 en um var að ræða sveit sem lék það sem kallað var kaffihúsatónlist auk þess að leika fyrir dansi…

Hljómsveit Hótel Íslands (1924-42)

Hljómsveitir sem léku á Hótel Íslandi sem staðsett var á horni Aðalstrætis og Austurstrætis (þar sem nú er Ingólfstorg) settu svip sinn á reykvískt tónlistarlíf en hótelið starfaði á árunum 1882 til 1944 þegar það brann til kaldra kola á örskammri stundu. Eftir því sem heimildir herma léku hljómsveitir léttklassíska tónlist síðari part dags og…

Hljómsveit Guðmundar Hansen (1957 / 1961)

Færeyingurinn Guðmundur Axel Hansen hafði búið og starfað hér á landi síðan 1944 og leikið á harmonikku með nokkrum hljómsveitum sem flestar ef ekki allar sérhæfðu sig í gömlu dönsunum. Guðmundur starfrækti tvívegis hljómsveitir í eigin nafni hér á landi, reyndar lék hann um nokkurra ára skeið einnig með hljómsveit sem kallaðist JH kvintettinn og…

Hljóðfærasveit Theódórs Árnasonar (1917)

Fiðluleikarinn Theódór Árnason stjórnaði hljómsveit um skamma hríð vorið og sumarið 1917 en í raun var um að ræða sveit sem Poul Bernburg hafði stofnað og stjórnað um nokkurra ára skeið en Theódór tekið við, sveitin gekk undir nafninu Hljóðfærasveit Theódórs Árnasonar. Hljómsveitin hélt fáeina tónleika um vorið og sumið í Nýja bíói, fyrst var…

Siglunes-bandið (1939)

Fjöldi hljómsveita komu við sögu á Siglufirði á síldarárunum og ein þeirra, nefnd Siglunes-bandið starfaði þar sumarið 1939 á Hótel Siglunesi. Meðlimir Siglunes-bandsins voru þeir Jónatan Ólafsson píanó- og harmonikkuleikari, Poul Bernburg trommuleikari, Gísli Einarsson saxófón- og harmonikkuleikari og Þorvaldur Steingrímsson klarinettu-, saxófón- og fiðluleikari, sá síðast taldi annaðist allar útsetningar fyrir hljómsveitina.

Danshljómsveit Útvarpsins (1935-49)

Tvær hljómsveitir voru starfandi innan veggja Ríkisútvarpsins á upphafsárum þess, annars vegar var um að ræða sjálfa „Útvarpshljómsveitina“ sem síðar varð að Sinfóníuhljómsveit Íslands, hins vegar það hin eiginlega Danshljómsveit Útvarpsins. Danshljómsveit Útvarpsins var í raun hljómsveit sem Bjarni Böðvarsson hafði stofnað 1935 innan Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) til að leika í útvarpinu á hálfs…

Hljómsveit Aage Lorange (1931-61)

Hljómsveit Aage Lorange er án efa ein lífseigasta hljómsveit íslenskrar tónlistarsögu, a.m.k. hvað óslitna spilamennsku varðar en hún starfaði samfleytt við vinsældir í um þrjátíu ár, á þeim árum léku hljómsveitir sem þessar flest kvöld vikunnar. Sveitin var stofnuð af Aage Lorange (1907-2000) árið 1931 til að leika í Iðnó en upphaflegir meðlimir voru auk…

Hljómsveit Magnúsar Randrup (1950-68)

Hljómsveit Magnúsar Randrup var kennd við stjórnanda hennar, Hafnfirðinginn Magnús Kristinn Randrup en hann lék á harmonikku, saxófón og horn, sveitin var alla tíð harmonikkusveit sem lagði áherslu á gömlu dansana. Magnús starfrækti sveitir undir eigin nafni líklega í þrenns konar útgáfum en tvær þeirra fá hér stærstan hluta umfjöllunarinnar. Fyrsta útgáfa hljómsveitar Magnúsar var…