Afmælisbörn 22. apríl 2025

Átta afmælisbörn koma við sögu gagnagrunns Glatkistunnar að þessu sinni: Páll Kristinn Pálsson söngvari hljómsveitarinnar Fjörefnis er sextíu og níu ára gamall á þessum degi, hann er klárlega þekktastur fyrir að syngja lagið Dansað á dekki sem fyrrgreind hljómsveit gaf út 1979. Páll hafði áður verið í hljómsveitinni Dögg en hann átti síðar eftir að…

Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar (1961 / 1965-92)

Saga hinnar einu sönnu Hljómsveitar Ragnars Bjarnasonar er tvíþætt, annars vegar lék sveitin um árabil á Hótel Sögu við miklar vinsældir – reyndar svo miklar að þegar ný hljómsveit tók við henni var sú sveit nánast púuð niður af tryggum og prúðbúnum miðaldra dansleikjagestum, hins vegar lék sveitin yfir sumartímann ásamt fleiri skemmtikröftum undir nafninu…

Hljómsveit Jóns Sigurðssonar [3] (1978-92)

Hljómsveit Jóns Sigurðssonar bankamanns lék fyrir gömlu dönsunum víðs vegar um höfuðborgarsvæðið frá því undir lok áttunda áratugar síðustu aldar og fram á þann tíunda en dansleikir sveitarinnar voru kjörinn félagslegur vettvangur fyrir þá sem komnir voru af allra léttasta skeiðinu. Jón Sigurðsson sem hér er um rætt var yfirleitt kallaður Jón í bankanum eða…

Hljómsveit Hjördísar Geirs (1985 / 1992-2009)

Segja má að tvær hljómsveitir megi kenna við söngkonuna Hjördísi Geirsdóttur, annars vegar var um að ræða hljómsveit sem Hjördís söng með haustið 1985 á skemmtistaðnum Ríó við Smiðjuveg í Kópavogi í nokkur skipti en engar upplýsingar er að finna um þá sveit, meðlimi hennar og hljóðfæraskipan aðrar en að hún lék gömlu dansana og…

Heklutríóið (um 1990)

Innan Kiwanis-klúbbsins Heklu í Reykjavík var um skeið starfandi hljómsveit sem gekk undir nafninu Heklutríóið en var einnig stundum nefnt Heklubandið. Meðlimir sveitarinnar voru Ólafur G. Karlsson harmonikkuleikari, Karl Lilliendahl gítarleikari og Ragnar Páll Einarsson hljómborðsleikari en einnig söng söngkonan Hjördís Geirsdóttir alloft með sveitinni. Heklutríóið lék fyrir dansi á dansleikjum og öðrum samkomum innan…

Gautar (1955-97)

Hljómsveitina Gauta frá Siglufirði má með réttu telja með langlífustu hljómsveitum Íslandssögunnar en sveitin starfaði á sínum tíma í rúmlega fjóra áratugi og enn lengur ef talinn er með sá tími sem forsprakkar sveitarinnar, bræðurnir Guðmundur Óli og Þórhallur Þorlákssynir störfuðu sem Gautlandsbræður en nafni sveitar þeirra var breytt í Gauta árið 1955 og er…

Gautlandsbræður (1942-55)

Bræðurnir Guðmundur Óli (1928-77) og Þórhallur (1929-82) Þorlákssynir voru þekktir um norðanvert landið um miðja síðustu öld undir nafninu Gautlandsbræður en þeir léku þá á dansleikjum á harmonikkur sínar. Guðmundur Óli og Þórhallur voru kenndir við Gautland í Vestur-Fljótum þar sem þeir ólust upp en þeir höfðu reyndar fæðst á bænum Gautastöðum í Austur-Fljótum. Það…

Tríó Sverris Garðarssonar (1968-73)

Tríó Sverris Garðarssonar var húshljómsveit á Hótel Loftleiðum á árunum 1968 til 73. Sverrir Garðarsson trommuleikari var hljómsveitarstjóri en ekki liggur fyrir hverjir skipuðu tríóið með honum, þó er ljóst að Ragnar Páll Einarsson gítarleikari var að minnsta kosti hluta starfstíma sveitarinnar í henni, Baldvin Júlíusson og Hilarie Jordan voru meðal þeirra sem sungu með…

Danssporið (1986-90)

Hljómsveitin Danssporið var áberandi á öldurhúsum Reykjavíkurborgar síðari hluta níunda áratugarins. Sveitin sem var í gömlu dansa geiranum, var stofnuð af frumkvæði söngkonunnar Kristbjörgu (Diddu) Löve snemma árs 1986 en hún hafði þá sungið um árabil í danshljómsveitum Jóns Sigurðssonar og Guðmundar Ingólfssonar svo dæmi séu tekin. Hún fékk til liðs við sig Guðna Guðnason…