Hornaflokkur Tónmenntaskólans á Akureyri (1992-94)

Lítil lúðrasveit var starfandi innan Tónmenntaskólans á Akureyri en ekki liggur ljóst fyrir hversu lengi hún starfaði þó, hún var stofnuð fljótlega eftir að Tónmenntskólinn á Akureyri var settur á laggirnar í upphafi árs 1992 og starfaði að minnsta kosti fram á vorið 1994. Sveitin sem gekk undir nafninu Hornaflokkur Tónmenntaskólans á Akureyri, var allan…

Hljómsveit Akureyrar [4] (1998-2000)

Hljómsveit Akureyrar var starfandi í kringum síðustu aldamót og svo virðist sem hún hafi einvörðungu verið starfrækt í kringum jól og áramót, og leikið aðeins á Vínartónleikum á Akureyri ásamt Karlakór Akureyrar-Geysi. Roar Kvam var stjórnandi hljómsveitarinnar sem var á einhverjum tímapunkti fjórtán manna sveit skipuð fjórum fiðlum, flautu, klarinettu, óbó, trompeti, horni, básúnu, sellói,…

Stórsveit Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð (1983-2012)

Stór og öflug harmonikkusveit starfaði um árabil beggja megin aldamótanna innan Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð og lék bæði á tónleikum, dansleikjum og öðrum skemmtunum innan og utan félagsstarfsins, sveitin fór jafnvel utan til spilamennsku. Stórsveit Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð var stofnuð fljótlega eftir að félagsskapurinn var settur á laggirnar haustið 1980 en sveitarinnar er fyrst…

Skólahljómsveitir Tónlistarskólans á Akureyri (1956-)

Innan Tónlistarskólans á Akureyri (Tónlistarskóla Akureyrar) hefur jafnan verið blómlegt hljómsveitastarf og voru áttundi og níundi áratugur síðustu aldar einkar blómlegir hvað það varðar, erfitt er að henda reiður á fjölda þeirra því þær hafa verið af alls konar tagi og af ýmsum stærðum. Tónlistarskólinn á Akureyri var stofnaður 1946 og þrátt fyrir að eiginleg…

Passíukórinn (1972-97)

Passíukórinn á Akureyri var meðal fremstu kóra landsins meðan hann starfaði en hans naut við í aldarfjórðung. Það var Roar Kvam, norskur tónlistarkennari við Tónlistarskólann á Akureyri sem hafði veg og vanda að stofnun kórsins en hann kom til starfa á Akureyri haustið 1971. Kvam hafði strax frumkvæði að því að setja á stofn kór…

Hljómsveit Karls Jónatanssonar (1943-2003)

Þegar talað er um Hljómsveit Karls Jónatanssonar má segja að um margar sveitir sé að ræða og frá ýmsum tímum, reyndar ganga þær einnig undir mismunandi nöfnum eins og Hljómsveit Karls Jónatanssonar, Kvintett Karls Jónatanssonar, Stórsveit Karls Jónatanssonar o.s.frv. en eiga það sammerkt að vera allar kenndar við hann. Fyrsta útgáfa hljómsveitar Karls var starfrækt…

Kammerhljómsveit Akureyrar (1986-93)

Kammerhljómsveit Akureyrar starfaði um nokkurra ára skeið en hún var undanfari Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Það voru nokkrir kennarar við Tónlistarskólann á Akureyri sem komu að stofnun sveitarinnar sumarið 1986 en hún var stofnuð formlega þá um haustið. Segja má að stofnun sveitarinnar hafi verið eins konar hugsjónastarf. Starfsemi sveitarinnar var frá upphafi í nokkuð föstum skorðum…

Drengjalúðrasveit Barnaskólans á Akureyri (1954-75)

Drengjalúðrasveit Barnaskólans á Akureyri (Drengjalúðrasveit Akureyrar) var stofnuð haustið 1954 en fyrr það sama ár hafði Barnakór Akureyrar farið í söngferðalag til Noregs þar sem víða var tekið á móti þeim með lúðrablæstri drengjalúðrasveita, í kjölfarið kviknaði hugmyndin um þessa sveit og kom Akureyrarbær að verkefninu með því að leggja til húsnæði og greiða laun…