Passíukórinn (1972-97)

Passíukórinn á Akureyri var meðal fremstu kóra landsins meðan hann starfaði en hans naut við í aldarfjórðung. Það var Roar Kvam, norskur tónlistarkennari við Tónlistarskólann á Akureyri sem hafði veg og vanda að stofnun kórsins en hann kom til starfa á Akureyri haustið 1971. Kvam hafði strax frumkvæði að því að setja á stofn kór…

Hljómsveit/ir Karls Jónatanssonar (1943-2003)

Þegar talað er um Hljómsveit Karls Jónatanssonar má segja að um margar sveitir sé að ræða og frá ýmsum tímum, reyndar ganga þær einnig undir mismunandi nöfnum eins og Hljómsveit Karls Jónatanssonar, Kvintett Karls Jónatanssonar, Stórsveit Karls Jónatanssonar o.s.frv. en eiga það sammerkt að vera allar kenndar við hann. Fyrsta útgáfa hljómsveitar Karls var starfrækt…

Kammerhljómsveit Akureyrar (1986-93)

Kammerhljómsveit Akureyrar starfaði um nokkurra ára skeið en hún var undanfari Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Það voru nokkrir kennarar við Tónlistarskólann á Akureyri sem komu að stofnun sveitarinnar sumarið 1986 en hún var stofnuð formlega þá um haustið. Segja má að stofnun sveitarinnar hafi verið eins konar hugsjónastarf. Starfsemi sveitarinnar var frá upphafi í nokkuð föstum skorðum…