Sigurður G. Daníelsson (1944-)

Sigurður G. Daníelsson hefur starfað víða um land sem tónlistarkennari, organisti og kórstjórnandi en er nú sestur í helgan stein, hann hefur gefið út eina plötu með dinner tónlist. Sigurður Gunnar Daníelsson er fæddur 1944 en takmarkaðar upplýsingar er að finna um bernsku- og unglingsár hans sem og tónlistarmenntun, hann mun þó hafa búið bæði…

Samkórinn Björk (1983-2020)

Samkórinn Björk starfaði í um þrjá áratugi og var áberandi í sönglífi Austur-Húnvetninga á þeim tíma, kórinn sendi frá sér eina plötu. Það var hópur innan Tónlistarfélags Austur-Húnavatnssýslu sem hafði frumkvæði að því að Samkórinn Björk var stofnaður á Blönduósi haustið 1983 en nafn kórsins kemur frá húsi sem bar nafnið Björk, og hýsti tónlistarskólann…

Samkór Tálknafjarðar (1973-93)

Litlar heimildir er að finna um Samkór Tálknafjarðar sem var starfræktur á árunum 1973 til 1978 að minnsta kosti, og síðan frá 1990 til 1993. Hugsanlegt er að starfsemi kórsins hafi verið samfelld til 1993 og jafnvel lengur en heimildir þess eðlis finnast ekki. Ekki liggur fyrir hver fyrst stjórnandi kórsins var frá stofnun hans…