Söngkvartett ML (1960-68)

Innan Menntaskólans á Laugarvatni störfuðu söngkvartettar stóran hluta sjöunda áratugar síðustu aldar og hefur Glatkistan upplýsingar um nokkra slíka. Sá fyrsti var starfandi um 1960 og hann skipuðu þeir Gestur Steinþórsson fyrsti tenór, Sigurður Rúnar Símonarson annar tenór, Þórhallur Hróðmarsson fyrsti bassi og Sigurjón Jónsson annar bassi. Ingimar Eydal annaðist undirleik og æfði kvartettinn. Næsti…

Sónata [1] (1980)

Hljómsveitin Sónata starfaði á Héraði, hugsanlega á Egilsstöðum árið 1980 en meira liggur ekki fyrir um starfstíma hennar s.s. hversu lengi hún starfaði. Meðlimir Sónötu voru þau Stefán Víðisson gítarleikari, Sigurður Jakobsson trommuleikari, Eyþór Hannesson hljómborðsleikari, Björn Vilhjálmsson bassaleikari, Linda Sigbjörnsdóttir og Alda Jónsdóttir en þær tvær síðast töldu voru söngkonur sveitarinnar. Óskað er eftir…

Bergmál [2] (1986-87 / 1991-95)

Danshljómsveitin Bergmál starfaði á Egilsstöðum um árabil og gerði reyndar víðreisn um landið um tíma. Skipta má sögu Bergmáls í tvö tímaskeið. Sveitin var stofnuð haustið 1986 og starfaði fyrst í um eitt ár eða fram á sumarið 1987, meðlimir hennar í upphafi voru Friðjón Jóhannsson bassaleikari (Mánatríó, Panic o.fl.), Sigurður Jakobsson trommuleikari (Fásinna, Nefndin…

Tríó Eyþórs (1987-91)

Austfirska hljómsveitin Tríó Eyþórs var eins konar angi af hljómsveitinni Bergmál sem starfaði á Héraði en tríóið starfaði á árunum 1987 til 91, hugsanlega þó með einhverjum hléum. Svo virðist sem sveitin hafi jafnvel einnig verið starfandi 1997. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Sigurður Jakobsson trommuleikari, Friðjón Jóhannsson bassaleikari og Eyþór Hannesson hljómborðsleikari og hljómsveitarstjóri en…

Hljómsveit Hreggviðs Jónssonar (1983-89)

Harmonikkuleikarinn Hreggviður Jónsson frá Torfastöðum í Jökulsárhlíð starfrækti hljómsveit í eigin nafni á níunda áratug síðustu aldar, sveitin lék víða um austanvert landið og ýmsir komu við sögu hennar meðan hún starfaði. Hljómsveit Hreggviðs Jónssonar var stofnuð austur á Héraði haustið 1983 og starfaði hún líklega nokkuð óslitið til vorsins 1989 en þó kann að…

Saltator (1979-80)

Hljómsveitin Saltator var skólahljómsveit við Alþýðuskólann á Eiðum veturinn 1979-80. Meðlimir sveitarinnar komu víðs vegar að af landinu en þau voru Lára Heiður Sigbjörnsdóttir söngkona, Ólafur Jónsson söngvari, Bjarki Halldór Kristjánsson gítarleikari, Gunnar Björnsson gítarleikari, Sigurður Jakobsson trommuleikari og Björn Vilhjálmsson bassaleikari. Sveitin var lögð niður að skólaári loknu um vorið 1980 en meðlimir hennar…

Fásinna (1983-85)

Hljómsveitin Fásinna frá Eiðum og Egilsstöðum var starfandi á árunum 1983-85 en hún vann sér það helst til frægðar að sigra hljómsveitakeppni í Atlavík um verslunamannahelgina 1984, þar veitti sveitin verðlaununum viðtöku úr hendi Ringos Starr sem þar var staddur. Ennfremur tók sveitin þátt í Músíktilraunum Tónabæjar 1985, komst þar í úrslit og gerði gott…

Steinblóm [3] (1981-82)

Hljómsveitin Steinblóm (hin þriðja) starfaði á Héraði veturinn 1981-82. Meðlimir sveitarinnar voru Elvar Vignisson bassaleikari, Gissur Kristjánsson gítarleikari, Rögnvaldur Jónsson gítarleikari, Sigurður Jakobsson trommuleikari, Stefán Ó. Stefánsson söngvari og Ármann Einarsson saxófónleikari. Sveitin gekk einhvern hluta líftíma síns undir nafninu Rimma.