Ízak (um 1975)

Hljómsveitin Ízak starfaði á Snæfellsnesi, hugsanlega á Grundarfirði eða Ólafsvík um miðjan áttunda áratug síðustu aldar. Meðlimir Ízaks voru Sigurður Höskuldsson (Lúkas, Júnísvítan o.fl.) og Ævar Guðmundsson gítarleikarar, Sigurður Egilsson bassaleikari (Lexía, Útrás o.fl.) og Freyr H. Guðmundsson trommuleikari. Engar frekar upplýsingar er að finna um Ízak en þær væru vel þegnar.

Pass [4] (1992-)

Hljómsveitin Pass frá Hveragerði hefur skemmt heimafólki og nærsveitungum um árabil og meira að segja gefið út tónlist sína. Tíðar mannabreytingar hafa þó einkennt sveitina eins og oft er með langlífar hljómsveitir. Pass var stofnuð 1992 í blómabænum Hveragerði en stofnliðar sveitarinnar voru Kristinn Grétar Harðarson trommuleikari og söngvari, Óttar Hrafn Óttarsson söngvari, Sölvi Ragnarsson…

Lexía [1] (1971-72)

Hljómsveit var starfandi í Ólafsvík 1971 og 72 undir nafninu Lexía. Upplýsingar um þessa sveit eru fremur takmarkaðar en meðlimir hennar árið 1971 voru Örn Guðmundsson gítarleikari, Sveinn Þór Elingbergsson trommuleikari, Sigurður Egilsson bassaleikari og Valur Höskuldsson söngvari. Lexía var að líkindum skammlíf sveit.

Upplyfting – Efni á plötum

Upplyfting – Kveðjustund 29-6 1980 Útgefandi: SG hljómplötur Útgáfunúmer: SG 132 Ár: 1980 1. Langsigling 2. Kveðjustund 3. Traustur vinur 4. Útrás 5. Upplyfting 6. Lokaður úti 7. Dansað við mánaskin 8. Vor í lofti 9. Finnurðu hamingju 10. Mótorhjól 11. Reikningurinn 12. Angan vordraumsins Flytjendur Gústaf Guðmundsson – trommur Sigurður V. Dagbjartsson – búsúkí, hljómborð, söngur og gítar…

Útrás [1] (1973-76)

Hljómsveit sem stofnuð var upp úr rústum annarrar, Nú-jæja, frá Hellissandi 1973. Meðlimir hinnar fyrri sveitar voru Pálmi Almarsson gítarleikari, Eggert Sveinbjörnsson trommuleikari og Benedikt Jónsson orgelleikari en auk þeirra bættist nú í hópinn Sigurður Egilsson bassaleikari (Lexía). 1974 kom Ægir Þórðarson gítarleikari í sveitina og spilaði hún víða um land allt til 1976 þegar…