Ízak (um 1975)

Ízak

Hljómsveitin Ízak starfaði á Snæfellsnesi, hugsanlega á Grundarfirði eða Ólafsvík um miðjan áttunda áratug síðustu aldar.

Meðlimir Ízaks voru Sigurður Höskuldsson (Lúkas, Júnísvítan o.fl.) og Ævar Guðmundsson gítarleikarar, Sigurður Egilsson bassaleikari (Lexía, Útrás o.fl.) og Freyr H. Guðmundsson trommuleikari.

Engar frekar upplýsingar er að finna um Ízak en þær væru vel þegnar.