Ultra (1996-2003)

Pöbbabandið Ultra starfaði um árabil í kringum síðustu aldamót og lék víða um land. Anton Kröyer hljómborðs- og gítarleikari og Elín Hekla Klemenzdóttir söngkona voru aðalsprautur Ultra en sveitin var ýmist dúó, tríó eða kvartett. Önnur söngkona, Guðbjörg Bjarnadóttir starfaði með þeim einnig lengst af en auk þess komu við sögu gítarleikararnir Samúel Þórarinsson, Sævar…

Ðí Kommittments (1993-94)

Vorið 1993 hélt nemendafélag Fjölbrautaskólans í Breiðholti árshátíð sína meðal annars með söngskemmtun eða söngleik sem byggð var á kvikmyndinni The Commitments og hafði notið mikilla vinsælda hérlendis sem annars staðar tveimur árum fyrr. Uppfærsla FB var staðfærð yfir á Breiðholtið og fljótlega var ljóst að tónlistin myndi slá í gegn, þegar ellefu manna hljómsveit…

Condemned (1992)

Reykvíska dauðarokksveitin Condemned starfaði 1992 og keppti það ár í Músíktilraunum. Sveitin var þá skipuð þeim Árna Sveinssyni söngvara, Sigurjóni Alexanderssyni gítarleikara, Friðfinni Sigurðssyni trommuleikara, Bárði Smárasyni bassaleikara og Agli Tómassyni gítarleikara. Arnar Guðjónsson gítarleikari (Sororicide, Leaves o.fl.) gekk til liðs við sveitina strax eftir Músíktilraunir. Sveitin starfaði um nokkurra mánaða skeið og hætti líklega…

Leiðtogarnir (1989)

Sveit sem keppti í Músaíktilraunum 1989. Garðar Hinriksson var söngvari þessarar sveitar. Aðrir meðlimir voru Sigurður Ólafsson trommuleikari, Vilhjálmur Ólafsson bassaleikari og Sigurjón Alexandersson gítarleikari. Leiðtogarnir komu úr Reykjavík.