Hljómsveit Gunnars Tryggvasonar (1976-77)

Hljómsveit Gunnars Tryggvasonar var sett saman og starfrækt til að leika í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri (Sjallanum) en þar var hún ráðin til starfa sem húshljómsveit til eins árs vorið 1975. Meðlimir sveitararinnar voru þeir Gunnar Tryggvason hljómsveitarstjóri sem lék að öllum líkindum á gítar, Árni Friðriksson trommuleikari, Stefán Baldvinsson [?], Gunnar Ringsted gítarleikari og Þorsteinn…

Sjallinn Akureyri [tónlistartengdur staður] (1963-)

Sjálfstæðishúsið (Sjallinn) á Akureyri er með þekktustu samkomuhúsum landsins og án nokkurs vafa langvinsælasti skemmtistaður sem starfað hefur í bænum en hér fyrrum þótti ómissandi að fara á Sjallaball með Hljómsveit Ingimars Eydal væri maður á annað borð staddur í höfuðstað Norðlendinga. Undirbúningur að smíði og hönnun Sjálfstæðishússins á Akureyri mun hafa byrjað 1960 en…

Sjallinn Ísafirði [tónlistartengdur staður] (1937-2006)

Sjálfstæðisflokkurinn og félög innan flokksins ráku og áttu nokkur samkomuhús víða um land og eru líklega Sjálfstæðishúsið við Austurvöll (síðar Sigtún, Nasa o.fl.) og Sjallinn á Akureyri þeirra þekktust, en á Ísafirði var einnig slíkt hús sem gekk eins og fleiri slík hús undir nafninu Sjallinn. Erfitt er að finna heimildir um hvenær húsið, sem…

Jamaica (1978-82)

Hljómsveitarnafnið Jamaica er eins fjarri því að vera norðlenskt sem unnt er, en sveit með þessu nafni lék og starfaði um árabil á Akureyri í lok áttunda áratugar síðustu aldar og við upphaf þess níunda. Jamaica var stofnuð upp úr hljómsveitinni Hjólinu en upphaflega voru líklega í bandinu þeir Snorri Guðvarðarson gítarleikari, Matthías Henriksen trommuleikari,…

Ingimar Eydal (1936-93)

Ingimar Eydal er þekktastur norðlenskra tónlistarmanna fyrr og síðar, og þá er á engan hallað. Hljómsveit hans skóp einstaka stemmingu í Sjallanum á Akureyri sem ekki verður endurvakin en auk þess þótti Ingimar skemmtilegur persónuleiki og hvers manns hugljúfi. (Róbert) Ingimar Harðarson Eydal fæddist á Akureyri haustið 1936 og hneigðist áhugi hans snemma að hvers…