Hörmung [1] (um 1976-77)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði í grunnskólanum á Skagaströnd undir nafninu Hörmung líklega laust eftir miðjan áttunda áratug síðustu aldar, á að giska í kringum 1976 eða 77 – jafnvel síðar en sveitin var eins konar skólahljómsveit þar. Guðmundur Jónsson gítarleikari (síðar í Sálinni hans Jóns míns, GG blús, Kikk o.m.fl.) var…

Hallbjörn Hjartarson (1935-2022)

Óhætt er að segja að skipst hafi á skin og skúrir í lífi Hallbjörns Hjartarsonar en umtalið um hann hefur verið allt frá því að honum sé lýst sem alþýðuhetju sem upp á sitt einsdæmi vakti almenna athygli á kántrítónlist hérlendis með ýmsum hætti og til þess að vera úthrópaður kynferðisafbrotamaður. Því verður hins vegar…

Sundrung (?)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði á einhverjum tímapunkti á Skagaströnd undir nafninu Sundrung, hér er giskað á að sveitin hafi starfað á áttunda áratug síðustu aldar. Að öllum líkindum var Hallbjörn Hjartarson í þessari hljómsveit en engar aðrar upplýsingar er að finna um meðlimi hennar eða hljóðfæraskipan og er því hér með…

Sókrates [2] (1978)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveitina Sókrates en hún mun hafa verið starfrækt á Skagaströnd árið 1978, óskað er eftir upplýsingum um meðlimi sveitarinnar, hljóðfæraskipan, starfstíma og annað sem þurfa þykir í umfjöllun um hana.

Gallon (1979-80)

Hljómsveit að nafni Gallon starfaði á Skagaströnd árin 1979 og 80 og lék þá á Húnavöku, hugsanlega starfaði hún lengur. Fyrir liggur að Hallbjörn Hjartarson var í þessari sveit og hefur þá væntanlega sungið en ekki er að finna upplýsingar um aðra meðlimi Gallons, óskað er eftir upplýsingum um þá.

Villikettirnir [1] (um 1970)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði eitt sinn á Skagaströnd og gekk undir nafninu Villikettirnir (eða Villikettir), sveitin var stofnuð árið 1970 en ekki liggur fyrir hversu lengi hún starfaði. Meðlimir Villikattanna fyrsta árið að minnsta kosti voru þeir Hallbjörn Hjartarson [?], Helgi Gunnarsson [?] og Hjörtur Guðbjartsson [?] en engar upplýsingar er…

Viggó Brynjólfsson (1926-2021)

Viggó Brynjólfsson eða Ýtu-Viggó eins og hann var iðulega kallaður er hálfgerð goðsögn í heimi vegavinnu og samgangna en hann á sennilega lengstan starfsaldur allra ýtustjóra hér á landi, hann lék einnig á harmonikku og eftir hann liggur ein plata. Viggó fæddist 1926 vestur á Ströndum og ólst þar við nokkurn áhuga á harmonikkutónlist en…

Tíglar [2] (um 1965)

Hljómsveitin Tíglar starfaði á Skagaströnd um miðjan sjöunda áratug 20. aldar og gæti hafa verið starfandi í um fjögur ár, jafnvel lengur. Meðlimir Tígla voru Hjörtur Guðbjartsson gítarleikari, Reynir Sigurðsson trommuleikari, Steindór Haraldsson bassaleikari og Bergur Jón Þórðarson söngvari og gítarleikari.

Jójó [3] (1988-93)

Hljómsveitin Jójó frá Skagaströnd er ein þeirra sveita sem hefur sigrað Músíktilraunir Tónabæjar en ekki nýtt sér sigurinn sem stökkpall til frekari afreka. Sveitin gaf út nokkur lög á safnplötum en sendi aldrei frá sér plötu. Sveitin hafði árið 1987 keppt undir nafninu Rocky og komist í úrslit Músíktilraunanna en þá voru í sveitinni Ingimar…

Dalton bræður (1984)

Dalton bræður skemmtu á kántrýhátíð sem haldin var á Skagaströnd sumarið 1984. Hvergi kemur fram hvort um var að ræða hljómsveit eða söngflokk, jafnvel skemmtiatriði af öðrum toga en líklegast þykir að þarna hafi verið á ferðinni þeir Hallbjörn Hjartarson, Siggi Helgi (Sigurður Helgi Jóhannsson) og Johnny King (Jón Víkingsson). Þeir skemmtu einmitt á þessari…

Rocky (1987)

Hljómsveitin Rocky frá Skagaströnd var stofnuð vorið 1987 og keppti stuttu síðar í Músíktilraunum. Þar gekk sveitinni nokkuð vel, vakti nokkra athygli og komst í úrslit. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Viggó Magnússon bassaleikari, Jón Arnarson gítarleikari, Kristján Blöndal trommuleikari og Ingimar Oddsson söngvari. Árangurinn varð meðlimum sveitarinnar hvatning og endurtóku þeir leikinn næsta ár í…