Sýslumennirnir (1999-2006)

Um nokkurra ára skeið í kringum og upp úr síðustu aldamótum var starfrækt dixielandhljómsveit í Árnessýslu undir nafninu Sýslumennirnir en sveitin starfaði með hléum á árunum 1999 til 2006 (að minnsta kosti). Það mun hafa verið Skúli Thoroddsen sem hafði frumkvæði að því að stofna hljómsveitina en hann var sópran saxófónleikari hennar, aðrir Sýslumenn voru…

Mánar [3] (1965-)

Mánar frá Selfossi var ein stærsta bítla- og hipparokkssveit Íslands á sínum tíma, líklega fór þó nokkuð minna fyrir sveitinni en ella þar sem hún var utan af landi og kom sér þ.a.l. minna á framfæri á höfuðborgarsvæðinu. Vígi sveitarinnar var Suðurland, og oftast er talað um að stærstu og frægustu hljómsveitir landsins hefðu ekki…

Blóðberg [1] (1973-74)

Hljómsveitin Mánar frá Selfossi hætti í fáeina mánuði veturinn 1973-74 og megnið af sveitinni stofnaði nýja sveit sem fékk nafnið Blóðberg. Blóðberg starfaði í nokkrar vikur og lék á nokkrum böllum undir því nafni en meðlimir sveitarinnar voru Smári Kristjánsson bassaleikari, Guðmundur Benediktsson píanóleikari, Ólafur Þórarinsson (Labbi) söngvari og gítarleikari og Sigurjón Skúlason trommuleikari en…

Band míns föður (1995-96)

Hljómsveitin Band míns föður var upphaflega ekki hugsuð til að koma fram opinberlega utan leiksýninga en sveitin var hluti af sýningunni Land míns föður sem Leikfélag Selfoss setti á svið veturinn 1995-96. Meðlimir hennar voru Gunnar Jónsson trommuleikari, Smári Kristjánsson bassaleikari, Helgi E. Kristjánsson gítarleikari, Jón Gunnar Þórhallsson trompetleikari, Eyþór Frímannsson básúnu- og trompetleikari og…

Kaktus [2] (1973-90)

Á 20. öldinni var hljómsveitin Kaktus með langlífustu sveitaballaböndunum á markaðnum en sveitin starfaði í sautján ár með hléum. Þótt kjarni sveitarinnar kæmi frá Selfossi var hljómsveitin þó stofnuð í Reykjavík og gerði út þaðan í byrjun en eftir miðjan áttunda áratuginn spilaði hún mestmegnis í Árnessýslu og á Suðurlandi, með undantekningum auðvitað. Kaktus var…