Harmonia (1926-27)

Haustið 1926 stofnaði Páll Ísólfsson tónskáld og organisti söngfélag sem gekk undir nafninu Harmonia. Söngfélag þetta æfði allan veturinn 1926-27 lengst af í Fríkirkjunni undir stjórn Páls en virðist ekki hafa sungið á opinberum vettvangi, það hætti störfum um vorið og mun ekki hafa byrjað aftur að loknu sumri.

Söngfélag Akurnesinga (um 1890)

Söngfélag var sett á laggirnar haustið 1886 innan Bindindisfélags Akurnesinga í því skyni að laða fólk að félagsskapnum en bindindisfélag þetta hafði verið stofnað tveimur árum fyrr. Ráðagerðin heppnaðist prýðilega og fljótlega höfðu um sextíu manns, þar af átta konur skráð sig í félagið en sungið var einu sinni í viku – að öllum líkindum…

Gígjan [3] (1906-10)

Í Reykjavík var starfandi söngfélag stúlkna snemma á öldinni undir þessu nafni, að öllum líkindum stofnað í byrjun árs 1906 og mun það hafa verið starfandi í nokkur ár. Valgerður Lárusdóttir stýrði Gígjunni.

Gígjan [2] (um 1900)

Söngfélag meðal Vestur-Íslendinga í Gimli í Manitoba (oft kallað Nýja Ísland) í Kanada gekk undir nafninu Gígjan en það var starfandi um og fyrir aldamótin 1900. Litlar upplýsingar er að finna um þetta söngfélag, hversu lengi það starfaði, hversu margir sungu með því eða um tilurð þess almennt en þó liggur fyrir að stjórnandi Gígjunnar…

Gígjan [4] (um 1900)

Söngfélag í Stykkishólmi hét þessu nafni líklega skömmu eftir aldamótin 1900, jafnvel eftir 1910. Baldvin Bárðdal mun hafa verið frumkvöðull að stofnun þess en ekki liggur fyrir hvort eiginlegur stjórnandi var við kórinn.

Gígjan [7] (1967-83)

Söngfélagið Gígjan starfaði á Akureyri um árabil undir stjórn Jakobs Tryggvasonar við góðan orðstír. Gígjan var kvennakór, stofnaður haustið 1967 að áeggjan Sigurðar Demetz Franzsonar sem varð raddþjálfari kórsins en Jakob stjórnandi, og átti hann eftir að stýra honum öll árin utan eitt, er hann bjó erlendis. 1979 tók kórinn upp plötu í kirkju Fíladelfíusafnaðarins…