Strengir [2] (1965-67)

Árið 1965 hafði verið starfandi hljómsveit á höfuðborgarsvæðinu undir nafninu Molar en með mannabreytingum hafði verið ákveðið að skipta um nafn á henni og var hún því nafnlaus þegar hún var bókuð „á loftinu“ í Glaumbæ um sumarið. Umboðsmaður sveitarinnar Þráinn Kristjánsson (sem einnig hafði verið umboðsmaður Strengja hinnar fyrri (Strengir [1])) taldi sig eiga…

Stjörnupopp [1] (1997)

Árið 1997 var starfrækt hljómsveit sem bar nafnið Stjörnupopp, um eins konar flippsveit var að ræða og varð hún ekki langlíf – upphaflega stóð til að sveitin héti The Toni Braxtons en frá því var horfið af einhverjum ástæðum. Meðlimir Stjörnupopps voru þeir Aðalsteinn Leó Aðalsteinsson trommuleikari, Helgi Guðbjartsson gítarleikari og söngvari, Jóhannes Tryggvason hljómborðsleikari…

Séra Hannes & saurlífisseggirnir (1994-)

Hljómsveitin Séra Hannes & saurlífisseggirnir mun hafa átt sér forsögu í kringum 1970 en meðlimir sveitarinnar störfuðu þá í hljómsveitinni Næturgölunum / The Nightingales. Þeir félagar komu svo aftur saman undir þessu nafni árið 1994 þegar þeir fögnuðu 25 ára stúdentsafmæli, Hannes Örn Blandon trommuleikari Næturgala var þá orðinn prestur og því þótti við hæfi…

Molar (1964-65)

Hljómsveitin Molar var bítlasveit skipuð ungum tónlistarmönnum um miðjan sjöunda áratug liðinnar aldar. Svo virðist sem sveitin hafi fyrst komið fram á sjónarsviðið snemma árs 1965 og starfað fram að mánaðamótum ágúst – september undir því nafni en þá var nafni hennar breytt í Strengi. Molana skipuðu í upphafi þeir Björn Emilsson gítarleikari, Hannes Jón…

Næturgalar [1] (1967-72)

Erfitt hefur reynst að vinna úr heimildum um hljómsveitina Næturgala, á hvaða tímaskeiði/um hún starfaði, hverjir skipuðu hana og hvort um eina eða fleiri skyldar eða óskyldar hljómsveitir sé um að ræða. Hér hefur umfjöllun um Næturgalana því verið skipt í tvennt út frá huglægu mati Glatkistunnar en frekari ábendingar og leiðréttingar eru vel þegnar,…

Nútíð [2] [fjölmiðill] (1971)

Táningablaðið Nútíð kom út í fáein skipti árið 1971 og fjallaði að nokkru leyti um tónlist. Fyrsta tölublað Nútíðarinnar kom út vorið 1971 og var ritstjóri blaðsins Stefán Halldórsson, aðrir sem komu að útgáfu þess voru Kristinn Benediktsson og Sveinbjörn Sævar Ragnarsson. Tímaritinu var ætlað að fjalla um ýmis áhugamál íslenskra táninga, þ.á.m. tónlist og…