Svörfuður (1944-51)

Karlakórinn Svörfuður starfaði á árunum 1944 til 51 í Svarfaðardalnum og var á þeim tíma ómissandi partur af sönglífi Svarfdælinga enda söng kórinn nokkuð oft í heimasveitinni og á Dalvík. Ekki er þó víst að kórinn hafi starfað alveg samfleytt. Svörfuður var stofnaður haustið 1944 á fundi í þinghúsinu á Grund í Svarfaðardal en kórinn…

Góðir hálsar [1] (1996-2005)

Barnakórinn Góðir hálsar starfaði í um áratug í kringum síðustu aldamót og vakti verðskuldaða athygli hvar sem hann kom fram, kórinn sendi frá sér eina plötu. Góðir hálsar var kór skipaður börnum á aldrinum tíu til sextán ára, nemendum við Húsabakkaskóla í Svarfaðardal en kórinn var stofnaður haustið 1996. Rósa Kristín Baldursdóttir var lengst af…

Gestur Guðmundsson [1] (1931-2021)

Svarfdælingurinn Gestur Guðmundsson hafði alla möguleika á að skapa sér nafn sem söngvari á sínum tíma en ákvað þess í stað að helga sig öðru, eftir hann liggur ein plata. Gestur fæddist 1931 og bjó uppvaxtarár sín í Svarfaðardal, fyrst í Gullbringu og síðan Karlsá, hann kom úr stórum systkinahópi en alls voru systkinin þrettán…

Garðshornsbræður (um 1950)

Hinir svokölluðu Garðshornsbræður var sönghópur úr Svarfaðardalnum fyrir og um miðja síðustu öld. Framan af var líklega um að ræða kvartett, tvennir bræður – annars vegar Hjalti og Lárus Blómkvist Haraldssynir sem voru frá Ytra-Garðshorni og Jóhann Kristinn (tenór) og Júlíus Jón Daníelssynir (bassi) frá Syðra-Garðhorni hins vegar. Jóhann Haraldsson (bróðir Hjalta og Lárusar) söng…

Tjarnarkvartettinn (1989-2000)

Sönghópurinn Tjarnarkvartettinn starfaði í Svarfaðardalnum í ríflega áratug, gaf út fjórar plötur og var áberandi í norðlensku tónlistarlífi um árabil. Tiluð kvartettsins má rekja til brúðkaups Rósu Kristínar Baldursdóttur og Hjörleifs Hjartarsonar sumarið 1989 en þar sungu í veislunni systkini Hjörleifs, Kristján Eldjárn, Þórarinn og Sigrún Hjartarbörn auk Kristjönu Arngrímsdóttur eiginkonu Kristjáns, undir nafninu Tjarnarkvartettinn.…